Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 42
224
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og dynkjum í trumbunni svo maður fyndi livað þetta
var hættulegt. Þessi hopplistamaður reyndi þrisvar sinn-
um að gera kúnstina, en árangurslaust, og um leið og
hann var að missa jafnvægið í fjórða sinn, þá æpti ein-
hver strákur langt aftur á hápöllunum eins hátt og hann
gat, „Náum í Harra. Harri getur hjargað þvi við.“ Þá
skelltu allir í leikhúsinu upp úr. Aumingja hopplista-
maðurinn vissi ekki livaðan á sig stóð veðrið út af þess-
um hlátri, og tók til að bölva á spænsku framan i áhorf-
endurna. Hann kunni nefnilega ekki að taka gamninu
okkar hérna.
Af öllu þessu fáið þið dálitla hugmynd um livers-
konar frægð það var sem Harri ávann sér, en skrýtn-
ustu sögurnar um liann eru þó þær sem segja frá
Harra á liimnum, eða í helvíti, að selja landskjálfta-
ábjTgðir, og híla, og að prútta um fatnað. Hann var
mestur í lieimi. Hann var nefnilega sérstakur. Alltaf
er hann þetta skemmtilega hlátursefni, en samt dauð-
sér allur þessi hær eftir honum, og sá maður er ekki
til af þeim sem þekktu hann, að hann mundi ekki
óska að hann væri kominn aftur og farinn að þeysa
um bæinn og gera kaup í stórum stíl, og koma lífi i
tuskurnar, þetta ósvikna amríska útspýtta hundskinn,
eins og hann var.
(H.K.L. islenzkaði úr The Daring Young Man of the Flying
Trapeze eftir William Saroyan).