Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 203 var látið grípa í taumana og fá stjórn þess i liendur hinum pólitísku foringjum. Jón Eyþórsson var gerður að formanni útvarpsráðs. Hann er þar mikill á lofti, en þó ekkert af sjálfum sér, heldur handbendi þjóð- stjórnarinnar og Jónasar frá Hriflu. Útvarpsins er sann- arlega vel gætt. Frægt er dæmið, þcgar það ætlaði að fara að velja sér fréttaritara eftir liæfileikum. Próf var lialdið og menn látnir keppa. Hlutlausir prófdómarar voru valdir af bezta tagi. En þá tókst hrapallega til. Björn Franzson, sósíalisti, varð hlutskarpastur. Benja- mín Eiríksson, líka sósíalisti, var næstur í röðinni. Próf- ið varð að ógilda. Björn Franzson, sem liafði átta ár verið fréltarilari og var kominn upp í 300 kr. laun á mánuði, hafði þann ávinning af þvi að standast próf- ið hezt af öllum, að hann var gerður að þriðja frétta- ritara og laun hans lækkuð niður í 250 kr. á mánnði. Hvað sem sagt verður um skólana, gera dr.ghíöðin og útvarpið sannarlega sitt gagn. Þau rækja með hverju árinu betur það skylduverk, sem þeim er æth.ð, að leit - ast við að drepa niður alla frjálsa og djarfa hugsun í landinu. Það er tönnlast og stagast á öllu hégómlegu til þess að forðast að segja hluti, sem vit og menntun er í. Hvert efni er gert ómerkilegt, sniðinn burt kjarni hverrar hugsunar, þangað til ekkert er eftir nema inni- haldslaust kjaftæði um daginn og veginn, einhver drep- andi leiðindi og andlaust þrugl. Hvergi má segja sann- leikann, hreinan og skorinorðan. Hvenær sem maður flettir upp í blaði eða lilustar á útvarpserindi, getur maður átt von á að mæta einhverju, sem særir rétt- lætiskennd manns og storkar svo heilbrigðri skynsemi, að maður blygðast sín fyrir að þurfa að sjá það eða heyra. Allt stefnir að því sama, að gera lesendur og hlustendur sem heimskasta, rugla svo dómgreind þeirra, að þeir viti hvorki upp né niður, hvað satt er eða log- ið, fagurt eða ljótt, hvað rétt er eða rangt. Eitt aðal- verkefnið er að bera í bætifláka fyrir allt, sem aflaga 14* 4

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.