Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 36
218
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og stóð fastar á því en fótunum að ermarnar væru
of langar, eða hann væri of víður á axjirnar. Eina
ástæðan fyrir því að kaupmenn umbáru liann yfirleitt
var sú að liann hafði orð á sér fyrir að ganga vel til
fara, og það var talsverð ókeypisauglýsing að selja hon-
um föt. Fyrir bragðið mundu aðrir strákar koma i
hópum í búðina og kaupa föt við venjulegu verði.
Að öðru leyti var Harri mesti leiðindaskrjóður. Og
meira en það, ekki hafði hann fyrr fest kaup á hlut en
hann tólc til að ræða um gagnkvæmni, að gagnkvæmni
væri einmitt grundvöllur amerískrar verzlunar, og fór
að reyna að selja kaupmanninum landskjálfta-áhyrgðir
eða spánnýjan stúðbeikara. Og það voru fleiri þau skipt-
in sem honum tókst þetta. Yerzlunarfóllc í öllum átt-
um keypti landskjálftaábyrgðir til þess eins að stöðva
í Harra talflauminn. Hann prúttaði sjálfur og hann
gekk að því vísu að aðrir prúttuðu, svo hann setti
alltaf upp prútthelt verð, en síðan sló hann af niður
í venjulegt verð. Kaupunautar hans glöddust af þessu.
Þarna liafði Harri ekki varað sig á þeim, hugsuðu þeir
og þóttust góðir. En það var Harri sem hló í hjarta
sínu svo lítið bar á.
Það var eitthvert árið að allt var að falla i rúst í
Jóakimsdalnum út af frosti sem var hér um bil búið
að eyðileggja vínuppskeruna og appelsínurnar. Harri
settist í stúðbeikarann sinn og ók upp i sveit. Frosnar
appelsínur voru með öllu einskisnýtar, af því að heil-
hrigðisstjórnin hannaði að selja þær, en Harra datt
nokkuð í hug. Hann ók til aldingarðanna og leit á livar
trén svignuðu undir appelsínunum, sem nú voru verð-
lausar. Hann fann hændurna að máli og sagði þeim
live sig tæki þetta sárt.
Síðan sagði hann:
„En hver veit nema ég geti lijálpað ykkur svolítið.
Ég get notað kölnu appelsínurnar ykkar . .. sem fóð-
ur lianda svínum og nautgripum. Svín kæra sig hvergi