Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 70
252 TÍMARIT MÁLS OG MEXNINGAR inn að þvi að rangbeygja „hönd“ og „fót“. Það er dálítið vanda- mál, hvernig farið skuli með erlend eiginheiti i islenzkum þýð- ingum, og hafa þar frá öndverðu verið ráðandi tvö sjónarmið i málinu: að islenzka nöfnin eða nota þau óbreytt, og hafa all- ir góðir höfundar og vinir málsins haft hið fyrra að öndvegis- sjónarmiði i þessu efni, en þó farið eftir hinu í viðlögum, þar sem síður þótti máli skipta. Það er sigild íslenzk þýðingarvenja að leggja áherzlu á íslenzkun erlcndra nafna og eiginheita, þann- ig að þau séu a. m. k. i samræmi við íslenzkt stafróf og beygjan- leg eftir íslenzkum lögum. En margs er að gæta í þessu efni, þegar þýtt er úr málum, sem hafa sama stafróf og við, en með öðru hljóðgildi bókstafa, t. d. ensku. Þar er mynd bókstafanna ein sameiginleg okkar stafamyndum, en bókstafirnir heita allt öðrum nöfnum og tákna önnur hljóð. Enskritað orð í islenzku meginmáli er því nokkurs konar fölsun. Tökum orðið „Cape- to\vn“, s'em kemur fyrir í Hvalveiðum í Suðurhöfum. íslenzkur lesandi, sem kann stafróf sitt, en ekki hið enska, mundi ósjálf- rátt lesa þetta orð Sa-pet-ofn, eða eitthvað þvilíkt. Ég held það sé yfirleitt ekki rétt að nota erlenda réttritun orða i islenzku meginmáli, og alls ekki erlenda bókstafi, eða a. m. k. ætti að berjast gegn þvi, þótt maður kunni í einstökum tilfellum, og af ýmsum ástæðum, að slá af frá þeirri reglu. í orðinu „cape- town“ koma fyrir tveir bókstafir, sem við Islendingar þekkjum ekki, c og w. Þessir erlendu bókstafir eru bornir fram með ýmsum hætti innan sömu tungu og einnig mjög ólikt eftir því í hvaða máli þeir standa. Auk þess tákna allir sérhljóðar þessa unirædda orðs allt arinað á ensku en íslenzku. Það samrýmist ekki anda þýðinga að rita orð með hljóðtáknum, sem okkur eru óþekkt. Orðið „capetown" heitir á íslenzku eitthvað ekki ósvipað „keiptán“, en nafnið á borg þessari er annars kallað íslenzku orði: Höfðaborg. En þar sem oft getur orðið álitamál, hvernig skuli islenzka nöfn úr málum, sem hafa sömu bókstafa- myndir og við, eins og t. d. Englendingar, þá getur hitt varla orkað tvímælis, hvernig rita skuli orð úr málum, sem hafa ann- að stafróf, t. d. arabíska, griska, rússneska: þar hljótum við ósjálfrátt að rita orðið eftir framburðinum. Það er ekki laust við að vera dálítið ankanalegt/ að skrifa arabísk heiti með énskri stafsetningu í islenzkri bók, eins og þeir gera, Bogi Ólafsson og Páll Skúlason i bókunum um Arabiu-Lárus. Innan um öll þessi ósköp af enskritaðri arabisku verkar það eins og sólar- geisli milli myrkurskýja að sjá allt i einu orðið „Sýrlendingur“. Báðir þessir málfróðu og smekkvisu þýðendur láta sér einnig að góðu verða að nota hið úframbærilega og óbeygjanlega nafn

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.