Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 79
'TÍMARIT MÁLS OG MENKINGAR 261 Arfi íslendinga er ekki einungis ætlað að verða alþýðlegt fræði- rit um allt hið merkilegasta i sögu íslendinga og sambúð þeirra við hið fagra og einkennilega land, heldur einnig, eins og Sig- urður Nordal kemst að orði, virk hók, sem vekur íslenzku þjóð- ina lil nýrrar uinhugsunar um örlög sín, hlutverk sitt, köllun sina og afrek úti á hjara veraldar. Arfur íslendinga á að verða þjóðinni söguleg hvöt til þess að vernda rétt sinn, sjálfstæði sitt, þjóðerni, tungu og menningu gegnum hvaða hættur, sem að ís- lendingum kunna að steðja á komandi árum. Ekkert rit gætum við gefið út, sem væri jafn timabært og gagnlegt, falið ritstjórn manns, sem með öllu ævistarfi sínu hefur sannað djúpan skiln- ing á sögu þjóðarinnar og ást á inenningu hennar. Prentun á Arfi íslendinga hefst næsta sumar, og eiga tvö bindin að koma út 1942 og hin þrjú 1943, en aílt verkið telst ársútgáfa Máls og menningar 1943. Sennilegast er, að IV. bindið komi fyrst út. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, sem skrif- ar mikinn hluta af I. bindinu, situr úti i Stokkhólmi, og er ó- vist, að handrit frá honum geti komið i tæka tíð, en hann vinn- ur þar að samningu verksins. Meginþorri allra félagsmanna hafa þegar gerzt áskrifendur að Arfi íslendinga og greitt til útgáfunnar fyrir fram. Við reyn- um að halda því lága verði, 25 króna aukagjaldi, sem upphaf- lega var ákveðið, en höfum þó auglýst, að þeir einir, sem gerzt hefðu áskrifendur fyrir 1. jan. 1941, fengju ritið við þessu verði, aðrir yrðu að greiða hærra gjald. Við viljum nú lengja þennan frest til 1. marz 1941, en eftir þann tíma verður engin undan- tekning veitt. Þeir félagsmenn, sem síðar gerast kaupendur, verða að greiða 10 krónum hærra gjald, þangað til ný hækkun verð- ur auglýst. Lausasöluverð er áætlað 125 krónur. Stjórn Máls og menningar hefur gert sér það að reglu að virða ekki svars óhróðursskrif Jónasar frá Hriflu, heldur líta á þau sem ókeypis auglýsingu fyrir félagið og skemmtilegt grín. Það felast í þeim hvað eftir annað svo auðsær rógburður og lygar, að þau geta ekki blekkt nokkurn mann með lieilbrigða dómgreind. Mér hefur ekki heldur þótt svara kostnaði að hera til haka persónulegar árásir hans á mig, sem hafa reyndar alltaf verið fremur fátæklegar að innihaldi. I sumar var honum það mest gáta, hvernig ég gat komizt heim frá útlöndum, og sé hon- um einhver sérstök fróun í að vita það, get ég upplýst, að Sam- hand sænskra samvinnufélaga lagði fram góðan skerf til farar- innar með ríflegri greiðslu ritlauna fyrir hókmenntasöguhand- rit mltt. Flokksbræður Jónasar reyndust mér þannig nærtækari

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.