Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 38
220
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lagði Harri hald á liús mannsins, eða víngarðinn hans,
eða bilinn lians, eða liestinn lians, eða hvað sem mað-
urinn kunni að eiga. Og þó ótrúlegt megi virðast var
aldrei neinn sem fyndi að þessum verzlunaraðferðum
lians. Hann fór mjög lipurlega að því að leggja liald
á eigur manns, liann var vanur að útskýra stillilega
fjrrir manninum, að þetta væri gangurinn samkvæmt
lögum. Rétt var rétt.
Enginn gat hotnað í hvað Harri ætlaði að gera við
alla þessa peninga. Hann átti peninga i banka, stóran
bíl, og var ekkert að hugsa um kvenfólk; og til livers
var liann þá að safna öllum þessum peningum? Stund-
um spurðu kaupunautar hans hann að þessu og þá
gat liann komizt í dálítil vandræði sem snöggvast, eins
og hann vissi það varla sjálfur, og síðan var hann van-
ur að kveða upp úr með það:
„Mig langar að safna mér sosum liálfri milljón doll-
ara svo ég geti setzt í helgan stein.“
Það var skrítið hjá Harra að vera farinn að liugsa
um að setjast í helgan stein átján ára gamall. Hann
hafði farið úr gagnfræðaskólanum fyrsta árið sitt þar,
af því liann gat ekki sætt sig við að sitja í skólabekk
og hlusta á eitthvert þvogl um að byrja á byrjuninni
og halda síðan áfram, og þvíumlíkt, og alltaf síðan
liafði hann verið á þeysingnum, alltaf að finna upp ráð
til að græða peninga.
Stundum var hann spurður hvað hann ætlaði að gera
eftir að liann væri setzlur í helgan slein, og þá varð
Harri hugsi aftur, og svaraði á endanum: „Ja, ég er
hálfpartinn að hugsa um að fara í kringum hnöttinn.“
„Já, ef hann gerir það,“ hugsaði fólk, „þá verður
hann sí-seljandi, hvar sem'hann fer. Hann verður að
selja drasl á járnbrautunum og á skipunum og í borg-
unum í útlandinu. Hann evðir ekki mínútu i að skoða
sig um. Hann opnar bara verðlista og byrjar að selja
þeim í útlandinu allt sem heiti hefur.“