Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 63
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 245 minna leyti, orðnar skáldlegail persónur. En saint — þegar mað- ur ætlar að fara að njóta skáldskaparins og er kominn á fljúg- andi ferð í lestrinum, rekst maður allt i einu á upptalningu þyrrkingslegra staðreynda, eins og hnullunga á miðjum vegi. Þá koma, eins og truflandi, nöfn á persónum, sem maður kannast við. Inni i miðri bók koma lýsingar eins og á Baðstofunni i Ofvitanum, með þeirri nákvæmni, sem tekur á hve'rja taug. Menn verða aldrei neinu nær um hús af slíkum lýsingum, nema þær séu til þess gerðar, að maður gæti aldrei ratað um það. Þetta minnir-á ættartöflurnar í íslendingasögunum. Annað hvort hleyp- ur maður yfir þær i lestrinum eða maður jirælast í gegninn þær og er ennþá ruglaðri eftir. Þegar sleppir hinni sagnfræði- legu' nákvæmni, fer maður fyrst að njóta bókanna, sem lista- verka, sem skáldlegra lýsinga, með djúpum alvöruþunga, ótæm- andi skopi, gamansemi og háði. Þórhergur er i vandasamri að- stöðu. Hann er að iýsa persónum og atburðum, sem eru svo nærri mönnum i tíma og rúmi, að sem minnstu má skeika i frásögninni. Jafnvel málfar persónanna verður að vera þannig, að lesandinn geti sagt viö sjáifan sig, er hann ies: Svona töl- uðu þær. Hins vegar á Þórbergur svo sterkt ímyndunarafl, að honum verður allt að skáldskap. Þess vegna hlýtur að koma fram tvískinnungur í verkinu. Sumir kaflar í íslenzkum aðii og þó cnn fremur í Ofvitanum geta staðið sem smásögur út af fyrir sig. En i heild verksins er Þórbergur- of bundinn til ]iess að skáldið njóti sin. Bækurnar verða eins konar skáld- skapur á frumstigi, með ákveðnum fyrirmyndum úr veruleik- anum, í stað þess að vera alger skáldskapur, þar sem fyrirmynd- irnar væru að visu eftir sem áður úr veruleika og samtíð, en frjáls sköpun höfundarins og ]iar með sannari túlkun og frjáls- legri. Það, sem skáldin gera, er nærri því ]iað sama. Þau taka fyrirmyndir, aðeins engar sérstakar, heldur tegundir, typur, móta þær eftir eigin geðþótta, ná með því dýpri tökum og jafnframt raunhæfari skilningi. Þau eiga frjálsræðið, sem sagnfræðing- urinn á ekki. Við sjáum lika muninn hjá Þórbergi, þar sem hann lýsir sjálfum sér. Þar er hann frjálsastur og þar nær snilli hans liæst. Þórbergi verður ekki hælt fyrir það, að hann sé snillingur að skipa hhitum niður eða að liugsa um hlutföll í bók. Fer þar hvorttveggja með hann út af laginu, þörfin til að vera nákvæm- ur, rekja hluti í réttri timaröð eða tengja þá við ákveðinn stað, og hins vegar ímyndunarflugið. Það getur þotið með hann allt i einu til fjarlægra staða í tíma og rúmi, svo að öll vísindi gleymist, hvað þá tilfinning fyrir ákveðinni byggingu verksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.