Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Blaðsíða 90
296 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Umgerðin í leikritinu utan um sjálfan aðalkjarna jijóðsögunn- ar, það afrek kerlingar að bjarga hinni syndugu sál Jóns inn í fögnuð útvaldra, er sniðin úr gömlum sálmum og algengum hugmyndum kristinna manna. Þessi umgerð ber fullmikil merki þess að vera aðeins til útfyllingar og skrauts, sérstaklega er ann- ar þáttur laus í mótum. Yfirleitt mótar höfundurinn flestar per- sónurnar mjög lauslega, gefur þeim ekki einu sinni sérnefni, og ætlast ef til vill sjálfur til, að þær séu aðeins ávísun á mótaðar manngcrðir, sem þjóðin á til fullskapaðar: sýslumanninn, prest- inn, böðulinn o. s. frv. Leikstjóra og leikendum eru með þessu gefnar óbundnari hendur og reynir á þá að gefa persónunum lif- andi einstaklingsmót. Samtöl eru mjög almenns eðlis, oft fynd- in, en þó víða litlaus. Leikritinu er öllu haldið i blæléttum, gam- ansömum stíl, og alls staðar skín i gegn kýmni og glettni höf- undar. Það er ritað á einföldu, lipru og alþýðlegu máli, sem er þó ekki laust við bliknuð orðatiltæki (t. d. Trygglyndið þitt ríð- ur ekki við einteyming). Leikritið er ekki mikið skáldverk, en það er farið með efni þjóðsögunnar af smekkvísi og lipurð. Viðhorfið er mannúðlegt, og yfir allri frásögninni hlýr og skáld- legur blær, hin sömu heillandi persónueinkenni og eru á öll- um verkum Davíðs, þó að Ijóð hans birti þau i rikastri fjöl- breytni og fegurð. Bæði efni leikritsins og gamanstill eru þess eðlis, að líklegt má telja, að það muni njóta vinsælda almenn- ings. Prentlistin fimm hundruð ára. Bók þessi er gefin út sem handrit, að tilhlutun Hins islenzka prentarafélags, á kostnað ísafoldarprentsmiðju h.f. Reykjavík 1941. Maður staldrar fyrst við útlit og listrænan frágang þessa rits. sem stingur í stúf við flest það, sem hér er gefið út. Hafsteinn Guðmundsson, prentari, hefur skreytt bókina af miklu listfengi, teiknað i hana táknrænar myndir i samræmi við efni hverrar ritgerðar og handlitað þessar myndir. Við útgáfu bókarinnar er gerð tilraun til að samræma fornan og nýjan stíl i búkagerð. Efni bókarinnar er fræðandi ritgerðir um prentlistina og sögu hennar. Stefán Ögnnmdsson, prentari, ritar fyrstu greinina, um Jóhann Gutenberg, líf hans og starf. Er hún bæði vel rituð, og athyglisverð örlög þessa manns, sem svo stórkostleg áhrif liefur liaft með uppfinningu sinni á alla menningu heimsins síðan. Þor- kell Jóhannesson skrifar eftirtektarverða grein, þar sem hann færir rök að því, að prentlistin muni hafa komið nokkrum ár- um fyrr til íslands en fræðimenn hafa álitið. Ritgerð Sigurðar Nordals, Prentlist og menning, er skennntileg og gagnleg hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.