Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 77
TÍMARIT MÁLS OD MENNINGAR
179
kanínusonur greinilega, að óheillamátturinn, þetta óþekkta
og hræðilega, færðist nær og nær. Þótt hann ætti enga ósk
heitari en þá að komast í felustað, horfði hann stöðugt i
áttina, þaðan sem honum fannst óvinarins von. Iiöfuð
hans skalf og nötraði, þegar hann renndi augunum vfir
steinana i læknum. Og svo tók hann að skrækja. Eftir
steinaröðinni kom hreysiköttur.
Kanínusonur liafði aldrei séð hreysikött áður, en lang-
ur, brúnn skrokkurinn, sem barst hljóðlaust yfir lækinn
með ægilegum hraða, fyllti hann óumræðilegri skelfingu.
Hreysikötturinn nam staðar i miðjum læknum, lyf ti styrka
höfðinu og beindi illum augum á kanínuna. Og svo þaut
hann eins og örskot upp á bakkann án þess að láta höfuðið
síga eða hafa augun af bráð sinni. Hann fór allra snöggv-
ast í hvarf hak við stein, sem á vegi hans var, en kom svo
í Ijós að nýju, stóð uppi við litla steininn og starði fram
l'yrir sig. Höfuð lians var hærra en brúnn, rennilegur
skrokkurinn og minnti á hamarshaus, reiddan til höggs.
Kanínusonur skrækti nú allt hvað af tók. Nú var hann
fullkomlega á valdi níðingsins, dáleiddur af starandi aug-
um hans og óheillavænlegu nálægð.
Hreysikötturinn hafði nú dáleitt bráð sina og var i þann
veginn að setjast að blóðmáltið sinni, þegar kanínumamma
kom á harðahlaupum og háskrækjandi út úr rósarunnan-
um frá vinstri. Hrevfingar hennar voru ærið undarlegar,
hún ldjóp út á hlið, eins og hundur, sem reynir að koma
auga á héra í kornakri. Það var afkáralegur dans og und-
irleikurinn ófögur hljóð. Hún stökk beint fram fvrir
hreysiköttinn, hljóp siðan tvo hringa kringum hann og
ógnaði honum með allar klær á lofti. Hún dró atliygli
hans að sjálfri sér, en frá syni sínum. Þegar það var feng-
ið, lét hún framfæturna siga niður og fór að titra. Hún
skreið hægt og hægt burt í áttina til rósarunnans og linnti
aldrei á skrækjunum. Svo lagðist liún niður. Hreysikött-
urinn skauzt undan steininum og vatt sér að henni.
Óðar og kanínusonur var laus undan augnaráði hrej'si-