Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 23
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN í FÆREYJUM 261 með því að skrifa nei við danska frumvarpið. Thorstein Petersen, formaður Fólkaflokksins eftir lát Jóannesar Paturssonar, réð mönn- um til að greiða annaðhvort atkvæði með skilnaði eða ógilda seðl- ana með því að skrifa nei við danska frumvarpið. Nokkur áhrif á úrslitin hafði „Færeyingafélagið“. Þetta félag var stofnað snemma í júní í þeim tilgangi að vinna þjóðaratkvæða- greiðsluna. Félagið hélt útbreiðslufundi um land allt í sumar og í riti sínu „Fproyar“ lagði það fram tillögur um grundvöll að frjálsu færeysku ríki. í þeim var einnig frumvarp um frjálsa færeyska stjórnarskrá — fyrsta frumvarp þess efnis sem samið hefur verið. I stuttu máli má segja að það voru ekki flokkarnir sem unnu þjóðaratkvæðagreiðsluna, heldur þjóðin sjálf. Stjórnmálaflokkarnir og blöð þeirra voru annað hvort beinlínis á móti skilnaði eða aðeins að hálfu leyti með honum. Þjóðin sjálf skar úr — þvert yfir alla flokkspólitíska túngarða. Septemberþingið Skilnaðarmenn höfðu sigrað. Eftir var að framkvæma þennan þjóðarvilja. Útlit var á að skilnaði fengist ekki framgengt á þessu Lögþingi, en það reyndist á annan veg. Lögþingið kom saman 18. sept., og í fundarbyrjun „tilkynnti Lögþingsformaður þingmönnum að færeyska þjóðin hefði ótvírætt skýrt þinginu frá því með þjóð- aratkvæði 14. sept., að öll yfirráð Færeyja væru nú hér á landi, og það væri skylda Lögþingsins að framkvæma vilja þjóðarinnar“. Þessi orð voru bókuð í gerðabók þingsins og samþykkt á næsta fundi, laugardaginn 21. sept., með atkvæðum Fólkaflokksins, Sjálf- stjórnarflokksins og Jákups í Jákupsstovu gegn atkvæðum 6 Sam- bandsmanna og 5 Jafnaðarmanna. Með þessari samþykkt var fyrsta skrefið stigið á þá braut sem þjóðaratkvæðagreiðslan vísaði á. Þingmeirihlutinn stóð á þeim grundvelli sem þjóðaratkvæðið hafði lagt. Dagana 19.—20. sept. ráðgaðist meirihluti Lögþingsins við full- trúa sjálfstæðismanna víðs vegar úr Færeyjum, og var þar gerð sú samþykkt að Lögþingið skyldi:

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.