Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 39
SKILIÐ ÍSLENDINGUM FJÁRSJÓÐUM SÍNUM AFTUR 29 3. Reykjavík heiur iærzi nær umheiminum Samtímis því að íslendingar sjálfir eru orðnir fyllilega fœrir um að varðveita, ranrtsaka og gefa út sín eigin fornu skjöl og handrit óaðfinnanlega, hefur einnig orðið gerbreyting á því, hversu auð- velt er nú frœðimönnum annarra landa að leita til Islands. ÁSur fyrr var með sanni liægt að segja, að Reykjavík væri langt úr leið í samanburði við Kaupmannahöfn og fjarlæg frá öðrum miðstöðvum rannsókna og vísinda. En nú hafa flugsamgöngurnar orðið til þess að koma Islandi í miðja aðalflugleið milli hins gamla heims og hins nýja. I stað margra daga sjóferðar er nú komin nokk- urra klukkustunda flugferð til bókasafnsins í Reykjavík, og rann- sóknirnar á hinum fornu ritum heima á íslandi sjálfu, í nánd við Þingvelli og bæ Snorra Sturlusonar og mitt á meðal íslenzku þjóð- arinnar, munu fá allt annað svið til aukins skilnings á efni ritanna og skjalanna, heldur en hér í Kaupmannahöfn eða í Uppsölum. 4. Hinar nýju ljósprentuðu útgáfur Fjórða röksemdin, sem ætti að geta útrýmt öllum áhyggjum af því að skila Islendingum andlegum fjársjóðum sínum aftur, er sú, að með hinni nýju tækni í ljósprentunarlistinni getum vér tryggt oss ljósmyndir af öllu, sem vér kynnunr að vilja rannsaka í Kaup- mannahöfn. Prófessor L. L. Hammerich álítur, að vér ættum að gera þá kröfu, að Islendingar láti oss í té ljósmyndir handa há- skólabókasöfnunum í Kaupmannahöfn og Árósum af öllu, sem vér afhendum. Hann fullyrðir, að ekki sé sjaldgæft, að ljósmynd sé auð- veldari aflestrar en sjálft frumritið, og hann bætir því við, að ís- lenzku handritin séu yfirleitt mjög vel fallin til ljósprentunar. Dr. Ejnar Munksgaard hefur þegar gefið út 19 handritanna ljósprent- uð og heldur stöðugt áfram að gefa út „Corpus codicum Islandi- corum“. Þegar þessu starfi er lokið og gengið hefur verið frá hinni miklu íslenzku orðabók, er tíminn kominn til endanlegrar afhend- ingar handritanna. Og rætist ósk prófessors Hammerichs, mun þá verða hægt að framkvæma rannsóknir á þrem stöðum í senn: á Ijósmyndum í Kaupmannahöfn og Árósum, en á frumritunum í landinu, sem skapaði þau á löngu liðnum, fátækum öldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.