Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 91
SAGA VESTMANNAEYJA 81 hinni miklu náttúrufegurð, sem er í Vestmannaeyjum. En einkum vantar til- finnanlega myndir, sem sýna þróunina í byggingu kaupstaðarins og atvinnu- vegina. I handriti því, sem séra Sæmundur Hólm skrifaði af Vestmannaeyja- lýsingu séra Gizurar 1776, eru nokkrar teikningar eftir Sæmund. Sérstaklega eru tvær þeirra merkilegar. Onnur þeirra er yfirlitsmynd af allri Heimaey og byggðinni þar, en hin af skipi með skautasiglingu. Þessar myndir eru ekki í bókinni, og engar af myndum Sæmundar úr þessu handriti. Þá er engin mynd af Landlyst, sem var fæðingarstofnun og er elzta sýslumannssetur í Eyjum sem uppi stendur. Svona mætti lengi telja. En einmitt í svona riti, þar sem á að vera kominn saman allur markverður fróðleikur um byggðina, á að varðveita byggðarsöguna f myndum. Saga hvers héraðs er í raun og veru saga þeirra manna, sem þar hafa búið. Höfuðviðfangsefni héraðssögunnar verður því persónusagan, frásagnir um haráttu héraðsbúanna við náttúruöflin til að afla sér og sínum bjargar, and- legt líf þeirra í blíðu og stríðu, hetjusögurnar, sem ýmist enduðu með sigri eða ósigri. I þessari bók er þessu næstum engin skil gerð. Prestarnir fá sínar ævisög- ur, herfylkingin er nafngreind og lítilsháttar grein gerð fyrir hverjum manni, og síðan ekki söguna meir, en þó auðvitað að undanteknum amtmanninum, ef svo mætti segja. Að sjálfsögðu ætlast ég ekki til að hver maður fái sinn skerf, en allt það sögulegasta á að koma fram, og þá einkum það, sem lýsir bezt lífi allra stétta hins litla þjóðfélags. Að mínum dómi hefur höf. eytt of miklu af rúmi þessarar bókar í leiðin- legar bollaleggingar um jarðarafgjöld, skatta, gjöld, tolla og tíundir. Því efni hefði mátt gera yfirlitsbetri skil með töflum í tölum og stuttorðum skýringum. Það er athyglisvert, að höf. sniðgengur hér um hil allt, sem áður hefur verið skrifað um sögu Vestmannaeyja, og að hvergi í bókinni er gerð grein fyrir því. Að vísu er það vandi fræðimanna, að gera grein fyrir skoðunum þeirra, sem á undan þeim liafa skrifað um sama efni, efi höf. gerir mjög lítið að því, hvort sem skoðanir hans eru samhljóða þeirra, sem á undan hafa skrifað, eða ekki. Ég hef allmargar athugasemdir að gera við þessa bók, og hef tekið þann kost, að rekja þær eftir sömu röð og kaflarnir eru í bókinni, þó að það verði ef til vill ekki skemmtileg framsetning. Rúmsins vegna verður þó að stikla á stóru og taka dæmi á víð og dreif, en ekki úr hverjum kafla. Landnóm Ilöf. eru mjög mislagðar hendur um notkun heimilda og mat á þeim. Um frásögn Landnámu af drápi þræla Hjörleifs kemst hann að þeirri niðurstöðu, að hún verði á engan hátt véfengd. I riti sínu, Ornefni í Vestmannaeyjum, kemst Þorkell Jóhannesson prófessor hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu. Telur liann sennilegast, að frásögnin um þrælana sé af misskilningi tengd við 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.