Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 102
92 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bók á næsta ári. Söguhetjan er hollenzki málarinn Vincent van Gogh, einn af frægustu málurum 19. aldar, og þó að hókin sé í skáldsöguformi eru allir viðburðir ævi hans og erfiðrar listamannsharáttu raktir eftir heztu heimildum. Saga þessi, sem kom út 1936, hefur áunnið sér mikla frægð og verið þýdd á fjölda tungumála. Bókin er þýdd af Sigurði Grímssyni og prýdd myndum eftir listamanninn sjálfan. Síðasta félagsbók ársins verður annað bindi Mann- kynssögunnar eftir Ásgeir Iljartarson, sem kemur út í haust, og nær það til loka fornaldar. Forlagið Heimskringla er eins og kunnugt er eign Máls og menningar og allur ágóði af því rennur til útgáfustarfsemi félagsins. Á þessu forlagi verður í haust byrjað að gefa út hina miklu skáldsögu Jean-Christophe eftir Romain Rolland í þýðingu Þórarins Björnssonar menntaskólakennara. Bók þessi er víðfræg og talin merkasta rit þessa höfundar, enda fékk liann Nóbelsverð- laun fyrir hana. Islenzka þýðingin verður í 4—5 bindum og kemur hið fyrsta þeirra á þessu ári, en framhaldinu verður hraðað eins og unnt er. — Enn fremur kemur út bók eftir amerískan lækni, D. H. Fink, sem er sérfræðingur í taugasjúkdómum, og hefur henni a. m. k. í bráð verið valið heitið „Hvíldu þig, hvíld er góð“. Bókin fjallar um gildi hvíldar og taugaslökunar sem undirstöðu andlegrar' og líkamlegrar heilbrigði og ætti að geta orðið mörgum nytsannir lestur á þessum tímum óróa og taugaæsings. — Loks gefur Heimskringla út þrjár barna- og unglingabækur. Er þar fyrst annað hefti af hinum vinsælu Vökunóttum Eyjólfs Guðmundssonar frá Hvoli, og heitir það öðru nafni Vetrarnætur. Hinar eru tvær bækur með myndum eflir dönsku listakonuna Iledvig Collin, sem hér var í fyrra sumar og vakti mikla athygli með mynd- sýningu sinni. Er efni annarrar bókarinnar sótt í Hrólfs sögu kraka, en hin er Ragnars saga loðbrókar. Um starjsemi jélagsins er þess annars helzt að geta, að það hefur nú eignazt hlutafé að upphæð 150 þús. kr. í prentsmiðjunni Hólum, en hlutafé þess fyrirtækis var aukið á síðastliðnu ári þegar lokið var byggingu stór- hýsis þess sem prentsmiðjan hefur nú aðsetur sitt í. Þó að félagið hafi orðið að taka lán til þessa hlutafjárframlags, ætti ráðstöfun þessi að verða félaginu hin þarfasta, því að með henni er því tryggður greiður aðgangur að prent- smiðju með allar bækur sínar, ekki sízt nú er prentsmiðjan hefur fengið miklu betri vinnuskilyrði en áður var í nýjum húsakynnum sínum. Aðaljundur félagsráðs Máls og menningar var haldinn sunnudaginn 27. apríl. I fjarveru formanns setti Ragnar Olafsson fundinn og minntist Erlends Guð- mundssonar skrifstofustjóra, sem lézt snemma á þessu ári. Tóku fundarmenn undir það með því að rísa úr sætum sínum. Fundarstjóri var kosinn Ragnar Jónsson og fundarritari Jakob Benediktsson. Ragnar Ólafsson skýrði frá starf- semi félagsins á liðnu ári og Jakob Benediktsson skýrði frá fyrirhugaðri bóka- útgáfu. Síðan voru reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir, og því næst fóru fram kosningar. I félagsráð átti að kjósa 10 fulltrúa í stað þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.