Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 38
28 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jafnvel ríkast í allri Norður-Evrópu. —- Vegna þeirrar þróunar, sera bent hefur verið á hér að framan, hafa allar íslenzkar bókmennta- legar og réttarfarslegar minjar verið fluttar úr landi af þáverandi forustumönnum og eru nú flestar geymdar í Kaupmannahöfn, þar sem rannsóknaráhuginn á fornri íslenzkri sögu hefur aldrei verið mikill, og þar sem Eddur og fornsögur — því miður — hafa sí- minnkandi gildi fyrir almenna menntun. A Islandi er þetta alveg þveröfugt: Háskóli íslands var stofnaður 1911, og þar eru nú ekki færri en 7 prófessorar og aðrir vísindamenn, sem starfa að rann- sóknum á sögu Islands, bókmenntasögu, málfræði og réttarfarssögu, auk álitlegs hóps ungra kandídata og námsmanna. Hjá allri alþýðu manna er einnig að finna undraverðan áhuga á Eddum og forn- sögum, og allur áhuginn safnast einmitt um hin bókmenntalegu afreksverk, hin fornu handrit og efni þeirra, meðal annars vegna þess að næstum allar aðrar sögulegar minjar, svo sem kuml, forn- aldarbústaðir, kirkjur o. s. frv. eru horfnar vegna endingarleysis byggingarefna, harðrar veðráttu og ógurlegra náttúruhamfara. En rannsóknarefni vísindamannanna, handritin fornu, sem öll þjóðin elskar og hver maður og kona, jafnvel börn og unglingar, þekkja nöfnin á — þau eru geymd bak við lokur og lása í Kaupmannahöfn, af því að hún var einnig höfuðborg íslands fyrr á öldum. Það var mikið lán fyrir ísland og öll Norðurlönd, að þau voru flutt hingað á sínum tíma, og vér höfum varðveitt þau vel. En sér- hver maður, sem hefur minnstu hugmynd um, hvers virði þjóð- legar minjar eru vakandi þjóð — sérhver, sem veit, hversu vér sjálfir elskum Þjóðminjasafn vort með fjársjóðum þess, hinar göinlu kirkjur vorar með helgum minjum þeirra, herrasetur vor með trjágörðum og lystiskógum, hlýtur að geta skilið, hversu mik- ilvæg hin 15—16 handrit í konunglega bókasafninu og handritin í Árnasafni eru íslendingum, sem ekki eiga annað eftir en þau af sýnilegum minjum um fortíð sína — og þau eru í vörzlu Dana. Þetta ástand er hrein staðleysa, já, óþolandi íslenzkri hugsun. Fá- einir danskir skjalaverðir og bókasafnsmenn geta ekki — og mega ekki — spyrna gegn helgustu óskum heillar þjóðar um að fá and- lega fjársjóði sína aftur — fjársjóði, sem henni eru svo óendanlega dýrmætir, að enginn vor á meðal fær skilið það til fulls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.