Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 97
SAGA VESTMANNAEYJA 87 ur fluttu á land. Þetta er eitt höfuðviðfangsefni í sögu hvers byggðarlags. Helzta söguefnið er fjárhagsþróunin, því allt annað byggist á því, hvernig henni er háttað. Nauðsynlegt hefði verið, að gera yfirlit ár frá ári yfir smá- lestastærð flotans, svo að þróun hans lægi fyrir. Þá hefði á sama hátt átt að gera yfirlit yfir aflabrögðin og verðmæti aflans. En höf. hefur ekki tekið þennan kostinn, og er því óhætt að segja að hagsaga Eyjanna sé ennþá ósögð. Fyrsta vertíð vélbátanna var 1906. Þá gengu tveir vélbátar og vorvertíðina hinn þriðji. En svo var viðgangur vélbátaútvegsins ör, að árið 1912 voru vél- bátarnir orðnir 58, og voru þeir frá 4—12 smálestum að stærð. Uppgripin voru svo mikil, að vélbáturinn Unnur, sem var fyrsti vélknúni fiskibáturinn, sem kom til Eyja, græddist upp á fyrstu vertíðinni, er hann gekk, og varð auk þess nokkur fjárhæð afgangs. Formaður fyrir þeim báti var Þorsteinn Jónsson-í Laufási, og átti hann bátinn, ásamt 4 mönnum öðrum. En Bergþóra, sem Magnús Þórðarson í Dal var með, gerði þó betur, því að hún skilaði verði sínu fyrstu vorvertíðina, sem hún gekk. Þessi merkilega saga er ekki sögð. En ein- mitt vegna þessara miklu uppgripa varð vöxturinn svona ör. Utvegurinn byggði Eyjarnar á skömmum tíma. Fólkið streymdi að úr öllum áttum, íbúðar- húsin þutu upp, og gullstrauminn bar ört á land með „þeim gula“. Árin 1906 —1930 eru einhver hin merkilegustu í þróunarsögu Eyjanna. Þá fara fram hinar stórfelldu framfarir, og véltæknin kemur til sögunnar á öllum sviðum. Þetta sama skeður í öllum öðrum landshlutum. Um þetta tímabil er nauðsyn að rita nákvæmlega frá öllum hliðum, og ætti það að gerast meðan allt er enn í fersku minni. Þessi árin kveður þjóðin sig úr kútnum, ekki með rímum, eins og áður, svo að við sama sat, heldur með athöfnum. Verzlun og viðskipti Um verzlun í Vestmannaeyjum eru til mjög miklar frásagnir og heimildir, og óvenjulegar. Á ég þar sérstaklega við reikninga konungsverzlunarinnar fyrstu. Þeir ná þó aðeins yfir árin 1586—1601. Höf. hefur notað þessar heim- ildir í ríkum mæli. Hins vegar virðist hann ekki hafa notað verzlunarbækur þær, sem til eru frá 19. öldinni. Er þar að finna mjög merkilega heimild um verzlunarhagi 19. aldar, en einnig má margt fleira af þeim bókum læra, ef þær eru skoðaðar í réttu ljósi. Þær sýna meðal annars mjög ljóslega, hversu geysilega mikil vínnautn hefur verið. I viðskiptareikningi sumra manna er brennivínsúttekt að heita má í hverri línu. Þá má sjá af þeim dæmi um héraðsbraginn og um viðskipti kaupmanna og verzlunarmanna við almenning. Það er t. d. greinilegt dæmi um lítilsvirðinguna, sem Danirnir liöfðu á „við- skiptavinunum", að þeir eru þar margir færðir inn í höfuðhók fyrirtækisins undir viðurnefnum sínum. Þeir heita þar: Jón durgur, Olafur jötunuxi og Guðmundur káfína. Þessi uppnefna-ósiður var mjög algengur í Eyjum áður fyrr, en höf. minnist ekki á það í bókinni, enda skrifar liann þar hvergi um héraðsbraginn frá hinum skuggalegri hliðum. Þessi kafli er mjög langur og ýtarlegur, en þó vantar mikið á, að verzlunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.