Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 15
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Um daginn og veginn Hekla Islendíngar, látið eigi hugfallast, stóð skrifað um heklugosiS í leiðara eins dagblaðsins fyrir skömmu. HíngaStil, maí 1947, hefur gosið þó fyrst og fremst verið tívolí fyrir reykvíkínga. Pálmi rektor Hannesson álítur meiri lífshættu að gánga á götunum í Reykjavík en við Heklu þó hún sé að starfi. ÓSara er samt rokið til í Reykja- vík að skjóta saman handa rángæíngum samkvæmt þeim ósið að sitja sig aldrei úr færi að rétta sveitamönnum ölmusu. Sveitamenn ættu að svara með því að skjóta saman handa reykvíkíngum til að gánga á götunum. Öskufall gæti valdið tjóni á nokkrum bæum í Flj ótshlíð og Eya- fjallasveit, en óvíst hve verulegu eða varanlegu. Um páska voru bændur á þessum slóðum sagðir ætla að drepa alt fé sitt nær komið burði — og grafa það, eða hvað? Hverjir koma á stað slíkum ósögum? Vonandi ekki bændur sjálfir. Þau tíðindi eru sögð úr þessum stöðum að bændur hafi sumir verið orðnir heylitlir um það bil Hekla fór að gjósa, og vilji nú fegnir skella skuldinni á fjallið, segjandi: hér heldur við landauðn. ÞaS kemur fyrir í bestu sveit- um að maður og maður verður heylaus á vor, og er venja að ráða framúr því með innanhéraðsatgerðum en ekki samskotum að sunn- an, enda vafasamt hvort reykvíkíngar eru réttur aðili að standa undir þesskonar búskap í guðsþakkaskyni. í heyleysi áður hjálp- uðu aflögufærir menn innansveitar gegn loforði um borgun í sama, nema einn kapall á vori var oft goldinn með tveim á hausti til að mæta rýrnun heysins í garði. Hefðu jarðir eyðst kríngum Heklu, hús hrunið og fé bráðdrepist mundi ríkinu hafa borið skylda til að hjálpa mönnum að komast burt og ná annarri atvinnu. Nóg er jarðnæði á íslandi og ekki skortir verkefni, enda víðast meiri þörf mannafla en uppvið Heklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.