Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 81
MINNINGABÆKUR OG ÞJÓÐLEG FRÆÐI 71 Af ævisögu séra Árna Þórarinssonar, sem Þórbergur Þórðarson hefur skrásett, er nú komið annað bindi, 1 sálarháska. Þetta rit virðist ætla að verða hin fyrirferðarmesta sjálfsævisaga sem enn hefur verið skráð á íslenzku. En þó er á henni sá galli, ef litið er á hana sem sjálfsævisögu, að skotið er inn millilið milli höfundar og lesanda, þar sem Þórbergur er. En um það er ekki að sakast, því að í fyrsta lagi mundi bókin sennilega aldrei hafa orðið til nema fyrir atbeina Þórbergs, og í annan stað er meira en vafasamt hvort nokkur íslendingur sem nú er uppi hefði getað lifað sig eins inn í tungutak séra Árna og einmitt Þórbergur Þórðarson. Úr þessu sam- starfi er að verða stórmerkileg hók og sérstæð í íslenzkum hók- menntum. Séra Árni kann frá mörgu að segja, og er opinskár hver sem í hlut á, enda er þegar farið að bera á þeim venjulega íslenzka smásálarhætti að menn espast út af hverju ógætilegu orði sem sagt er um forfeður þeirra. Má þá ráða af líkum hvernig viðtökurnar verða þegar þeir félagar komast á Snæfellsnesið. En í slíku riti sem þessu er það vitanlega hégóminn einber hvort allar sögurnar eru bókstaflega sannar. Bókin verður jafngóð lýsing á séra Árna Þór- arinssyni fyrir því. Og jafnvel þjóðsögur um liðna menn geta bætt sérkennilegum dráttum í þá mynd sem seinni tíminn gerir sér af þeim, og skiptir þá ekki máli hvort sagan er sönn í öllum atriðum eða ekki. Svipmyndir þær sem séra Árni bregður upp af Einari Benediktssyni eru t. d. hinar merkilegustu og bera þess vott að snemma hefur beygzt hjá honum krókurinn til þess sem verða vildi. Loks má ekki gleyma því að bókin er hin skemmtilegasta aflestrar, sögurnar yfirleitt prýðilega sagðar og fulla» af húmor. Bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, Horjnir góðhestar, er líka minningabók, þó með sérstökum hætti sé. Hún er ef til vill íslenzk- asta minningabók sem enn hefur verið skráð. Mér er spurn hvort slík bók væri hugsanleg annars staðar en á íslandi. Hún er í senn minnisvarði frægra góðhesta og vitnisburður um hugarþel íslenzkra hestamanna til þessara félaga sinna og förunauta, og fyrir hvort- tveggja verður hún merkilegt menningarsögulegt gagn. Margar sög- urnar eru auk þess bæði vel sagðar og dramatískar í sjálfum sér, svo að þær munu verða flestum lesendum minnisstæðar, þó að söguhetjurnar séu ferfættar. Mál og stíll er yfirleitt ágætt, að undan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.