Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 80
70 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og stíll er hreint og látlaust, tilgerðarlaust alþýðumál eins og það er bezt, frásögnin blátt áfram og beiskjulaus, en sums staðar bregður fyrir góðlátlegri kímni. Ef eitthvað ætti að bókinni að finna, væri það helzt að betra hefði verið að fá meira af minningum Olínu og sleppa vísunum aftan við bókina. Bókin hefði orðið heilsteyptari, og þó að vísurnar séu yfirleitt vel gerðar og margar ágætar, bera þær ekki eins af öðrum af sama tagi og minningar Ölínu af miklum hluta íslenzkra minningabóka. Gömul kynni Ingunnar Jónsdóttur frá Kornsá er að vísu að mestu leyti uppprentun á fyrri bókum bennar, sem hér er steypt saman í eina heild, en þó er nokkru nýju efni bætt við, og er af því markverðast æviágrip manns hennar, Björns Sigfússonar. En það var þarft verk og þakkarvert að safna öllum ritum hennar á einn stað. Þó að óliku sé saman að jafna um bækur Ingunnar og Ólínu, þætti mér ekki ósennilegt að þær yrðu oft nefndar í sömu andránni þegar fram líða stundir, því að þær bæta hvor aðra upp á ýmsan hátt. Lífskjör höfundanna voru næsta ólík, eins og heimilin sem þær lýsa, en hreinskilni þeirra og óhlutdrægni er hin sama, og lýs- ingar hvorrar bókarinnar uin sig fá meiri dýpt og víðari sjónhring við lestur hinnar. Hvorug þessara bóka er ævisaga höfundar. Svo er heldur ekki um minningar séra Ásmundar Gíslasonar, Á ferð. Það eru tólf sundurlausir þættir úr ævi þessa sæmdarprests, yfirlætislaust samd- ir á einföldu og góðu máli. Þó að efnið sé ekki mikið, eru þarna skýrar og sérkennilegar svipmyndir úr íslenzku þjóðlífi og sumar ágætar, eins og t. d. skólaferðin (1887), sem má vera lærdómsrík saga skólapiltum nútímans, og sýnir vel aðstöðumuninn á ferðalög- um fyrir sextíu árum og nú. Bók Matthíasar Þórðarsonar frá Móum, Litið lil baka (1. bindi), er ævisaga í venjulegum skilningi, en helzt til litið er á henni að græða. Höfundur gerir of mikið að því að taka upp efni úr áður prentuðum ritum í stað eigin dóma og lýsinga, og frásögnin er víð- ast heldur þurr og ópersónuleg. Þó er þarna nokkur fróðleikur um þilskipaútgerð og annað sem því er skylt. Málið á bókinni er dönsku- skotið og hroðvirknislegt, réttritun og prófarkalestur fyrir neðan allar hellur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.