Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 19
VANDAMÁL SKÁLDSKAPAR Á VORUM DÖGUM 129 arri yfirsterkari á íslandi, lángtum raunhæfari og djúprættari en trúin á hinar guðfræðilegu abstraktfígúrur kirkjunnar; söguhetjurnar lifðu meira að segja sterkara lífi og voru raunsannari í hug þjóðarinnar en nokkrar endurminníngar um persónur eða orðstír þeirra manna nokk- urra sem hægt var að sanna að lifað hefðu í holdinu. Þannig hafa þess- ar bókmentir átt sterkan þátt í því að móta íslenska lyndiseinkunn, og það sem kallað er íslensk þjóðarsál, öld frammaf öld, frammá þennan dag. Þessar bókmentir sem eru til orðnar líkt og svar við glutran sjálf- stæðis vors að fornu, þær urðu staðurinn í stáli sjálfstæðisbaráttu vorr- ar; í tuttugu kynslóðir nærðu þessar bókmentir þjóðina og ólu með henni þol, fyrir þeirra tilverknað varð þessi fámenna og fátæka þjóð aldrei að menníngarlegum útskaga þráttfyrir einángrun, heldur jafnan nær miðdepli heimsins en útjaðri í menníngarlegum skilníngi. Bókment- ir verða raunhæfar af því að fólk trúi á þær og lifi á þeim og samsamist þeim. Ég ræddi í vetur í Moskvu við gáfaðan málara, úngan þjóðfélagsraun- sæismann af skóla vinar míns Gerasímoffs. Hann gat ekki almennilega felt sig við skoðanir mínar um afstæði lista, og taldi að í raun og veru væri til óafstæður fagurfræðilegur prófsteinn, mælikvarði sem alt nátt- úrlegt fólk hlyti að geta sameinast um eða jafnvel viðurkent algildan fyrirfram. Hann taldi að hin gríska formlist, og þær stefnur sem ættu rót sína að rekja til hennar, svo sem renisansi og klassísismi eða endur- fæðíng og fornlistastælíng, væru undirstaða réttrar fagurfræði, það lægi í hlutarins eðli að öllum virtist grísk list og formveröld renisansins bera í sér ímynd fegurðar; —þessi formlist væri með öðrum orðum sjálfsagð- ur hlutur, axíómatisk. Hve lítt þjóðfélagsraunsæin á skylt við raunsæi 19. aldar sést best af þeirri tilhneigíngu til hugsjónastefnu sem jafnframt gerir sín vart innan ráðstjórnarlistar. Veröld grískrar formlistar, ásamt nýlegri vesturevrópskum aungum hennar svo sem renisansi og klassís- isma, er í eðli sínu hugsjónafóstur og á ekkert skylt við raunsæisstefnu sem svo var nefnd á Vesturlöndum á 19. öld. Grísk list er einsog gefur að skilja hliðstæða við gríska hugsjónaheimspeki eða hugsæi: til eru tveir heimar, fyrsta flokks heimur og annars flokks heimur, það er að segja veröld hugsjónarinnar, hin æðri veröld, og síðan hin lægri veröld, raun- veruleikinn. Bæði grísk list og renisansinn eru hugsjónastefnur sem tigna hugsjónamynd hlutarins en telja raunveruleikann fyrirbrigði af Tímarit Máls og menningar, 2. h. 1954 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.