Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Síða 63
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 173 XX Alþjóða hjálparmál eða milliþjóðamál Við skulum byrja á því að athuga, hvað það er, sem menn hafa gefið nafnið alþjóðamál. Flestum, sem um þetta efni hafa hugsað, kemur sam- an um, að það sé eitthvert tungumál, sem allar þjóðir, hvar sem er í ver- öldinni, noti í samskiptum sín á milli, ef tungur þeirra eru svo ólíkar, að þær skilji ekki hvor aðra. íslendingur mundi t. d. nota slíkt mál í við- skiptum sínum við menn af hvaða þjóðerni sem væri, nema e. t. v. Norðurlandabúa, a. m. k. ekki Færeyinga. Og þetta mál yrði að vera þannig úr garði gert, að sem minnsta fyrirhöfn þyrfti til að læra það, en jafnframt mætti það ekki standa þjóðtungunum að baki í tjáningu hugs- ananna, því að í rauninni eru tungumálin ekkert annað en misfullkomin tæki til að tjá hugsanir manna. Við skulum fyrst rekja, hvaða tungumál hafa verið notuð á ýmsum tímum sem alþjóðamál eða millilandamál, þ. e. sem tengiliður milli manna af mismunandi þjóðerni, er kunnu ekki tungu hvor annars. Síðan skulum við athuga, hvaða kostum alheimsmál þarf að vera búið, og loks tökum við til athugunar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið af ásettu ráði til að leysa þennan vanda. Geysilegur fjöldi tillagna hefur komið fram um þetta, en aðeins ein þeirra, esperanto, hefur lifað af reynslutíma bernskunnar. Við komum því betur að því síðar. Ýmsar tungur hafa verið notaðar á ýmsum tímum sem alþjóðamál, og nægir í því sambandi að minna á latínu, sem var um allar miðaldir það mál, er allir fræðimenn rituðu á, þegar þeir vildu ná til útlendinga. Arn- grímur lærði ritaði á latínu, þegar hann vildi útbreiða fróðleik um ís- land og Islendinga meðal útlendra manna, en fékkst auk þess við þýðing- ar guðsorðabóka úr latínu á íslenzku. — Þörfin á slíku alþjóðamáli hef- ur einmitt sífellt aukizt samhliða auknum menningartengslum þjóðanna og aukinni almennri menntun. Jafnvel aftur í grárri forneskju notuðu herkonungarnir alþjóðamál sinna tíma, urðu að gera það til þess að þeir skildust og gætu haldið völdum. Að sjálfsögðu varð móðurmál sigurvegaranna venjulega fyrir valinu sem alþjóðamál, en þó var svo ekki alltaf, t. d. var semízk mál- lýzka, arameíska, notuð á valdatímum Persa a. m. k. stundum sem alþjóðamál í Litlu-Asíu —heimurinn, sem sögur fara af, var ekki stærri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.