Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 7
RÆÐA Flestar fegurstu hugsjónir mann- kynsins hafa goldið mikið afhroð í tveim heimsstyrjöldum og köldu stríði og þar við bætist að hin gamla heims- mynd vísindanna er í mörgum megin- dráttum hrunin í rúst, án þess önnur ný hafi haft tíma til að mótast. Það er þvi ekki að undra þótt ýmsum verði villugjarnt í völundarhúsi atóm- aldarinnar. En eins og heilbrigðum manni er það eðlilegt að berjast fyrir persónulegum og félagslegum hags- munum sínum, eins er honum það lífsnauðsyn að eiga hugsjónir til að berjast fyrir. Hagsmunabaráttan grípur að vísu inn í hvaða hugsjóna- baráttu sem vera skal — hugsjón sem ekki miðar til hagsmuna er ófrjó. En á sama hátt eru hagsmunir sem ekki vaxa upp af hugsjón með einhverjum hætti siðspillandi. Þegar dýrmætustu hugsjónir mannsins verða örmagna frammi fyrir staðreyndum hræði- legra atburða er ekki um annað að gera en að endurmeta inntak þeirra í ljósi nýrra aðstæðna og halda síðan baráttunni áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Þetta er einmitt það sem fyrir oss hefur vakað hér á þessum fundi. Furður nútímans hafa sannarlega ekki sneitt framhjá íslenzku þjóðlífi. Á síðustu tveim áratugum hafa orðið hér meiri hreytingar en á allri þjóð- arævinni áður. Styrjaldaráhrifin, tæknin, hraðinn, umheimurinn, stjörnugeimurinn — allt hefur þetta orkað yfirþyrmandi á vitund vora eigi síður en annarra jarðarbúa. En á hverju sem veltur á sérhver þjóð sín frumtákn sem hún má eigi glata ef hún vill lífi halda. Þessi frumtákn eru landið, sagan og tungan. Sérstaða vor í heiminum hefur verið óvenjulega skýr: hin afmarkaða lega landsins norður í úthafi, hin samfellda saga vor frá upphafi Islands byggðar, hið óbreytta ritmál vort í jiúsund ár. Þessi fornhelgu tákn er jjeim samtökum, sem hér hafa verið mynduð, ætlað að vernda, því það er sameiginleg sann- færing vor að — ef ekki sjálj tilvera íslendinga — þá að minnsta kosti helgi landsins, heiður sögunnar og hreinleiki tungunnar sé í veði ef jjjóð- in unir lengur í hers höndum vegna hugsjónasnauðra hagsmunasjónar- miða. Samtök hernámsandstæðinga eru samfvlking íslendinga úr öllum stjórnmálaflokkum, sem og utan- flokkamanna, um eitt höfuðmál: brottför erlends setuliðs og ævarandi hlutleysi Islands í hernaðarátökum. En enda jrótt menn ólíkra skoðana hafi þannig gerzt samherjar i nýrri hugsjónabaráttu, þá fer fjarri því að þessi samtök séu einhver hlutlaus eða ópólitísk hreyfing sem hafin sé yfir alla stjórnmálaflokka. Hitt er jjvert á móti einn megintilgangur samtakanna að sérhverjum liðsmanni jjeirra auk- ist bolmagn til að afla markmiði voru atfylgis, hverjum innan síns flokks, 245
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.