Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
var fokvondur. Þetta tók of langan tíma. ..Heyrðu, fanturinn þinn! Þú ert bú-
inn að vera, nú talarðu! Heyrirðu það, nú talarðu." Andlitið á honum var svo
fast upp við andlit mitt að það næstum kom við mig. Og hann æpti: ,,Þú skalt
tala! Hér verða allir að tala. Við höfum barizt í Indókína og síðan þekkjum
við ykkur. Hér er Gestapo! Þekkirðu Gestapo?“ Þvínæst hæðnislega: „Þú
hefur skrifað greinar um pyndingar, ha, hundur? Jæja, nú er það 10. fall-
hlífadeildin sem framkvæmir þær á þér.“ A bak við mig heyrði ég hlátur
pyndaranna. Ir. . . lét löðrungana dynja á andliti mér og rak hnén í magann
á mér. „Það sem gert er hérna verður líka gert í Frakklandi. Vinir þínir, Du-
clos og Mitterand, eiga eftir að fá sömu útreið og þú, og lýðveldispútan þín
verður sprengd í loft upp líka! Þú skalt tala, það læt ég þig vita.“ Á borðinu
var hörð pappapjatla. Hann tók hana og notaði til að berja mig. Það dró
meira og meira af mér við hvert högg, en um leið styrktu þau mig í þeirri
ákvörðun minni að gefast ekki upp fyrir þessum hrottum, sem hældu sér af að
vera keppinautar Gestapo.
„Allt í lagi,“ sagði Cha.. . „þú getur sjálfum þér um kennt. Það verður þá
að láta villidýrin um þig.“ „Villidýrin11 voru þeir, sem ég hafði þegar kynnzt,
en áttu nú eftir að sýna betur snilli sína.
Ir... dró mig inn í hitt herbergið, þar sem platan var og rafkveikjan. Um
leið og ég kom inn var múhameðstrúarmanni sparkað á fætur og hann rekinn
út á ganginn. Á meðan Ir.. ., Cha. . . og þeir félagar sáu um mig, hafði hinn
hlutinn af flokknum haldið áfram „starfi“ sínu við plötuna og kveikjuna. Þeir
höfðu „yfirheyrt“ annan fanga til að sóa ekki tímanum.
Lo. .. fjötraði mig við plötuna. Síðan byrjuðu nýjar rafmagnspyndingar.
„Þetta er hún stóra okkar,“ sagði hann. í höndum kvalara míns sá ég stærra
tæki, og sársaukinn varð nú öðruvísi en áður. í staðinn fyrir hina logsáru og
tíðu stingi, sem virtust ætla að rífa hold frá beinum, náði sársaukinn nú víðar
um líkamann, læsti sig um hvern vöðva, dýpra og lengur. Eg hnipraðist sam-
an í böndunum, beit fast í klæðið og hafði augun lokuð. Þeir létu staðar num-
ið, en ég hélt áfram að skjálfa og nötra.
„Kanntu að synda?“ sagði Lo.. . og hallaði sér yfir mig. „Við skulum
kenna þér það. Svona, undir kranann með hann!“
Þeir lyftu upp plötunni, sem ég lá bundinn á, og færðu mig þannig yfir í
eldhúsið. Þegar þangað var komið, lögðu þeir þann enda plötunnar, sem höf-
uðið hvíldi á, yfir vaskinn. Tveir eða þrír fallhlífahermenn héldu undir hinn
endann. Engin birta var í herberginu önnur en sú, sem barst utan af ganginum.
í rökkrinu greindi ég Ir..., Cha... og De... kaptein, sem virtist hafa tekið að
284