Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem hann veitir athygli fyrst og
fremst. Hann er, eins og gömlum
fútúrista ber, stórhrifinn af tækni nú-
tímans og skrifar lofsöngva um stál-
sinfóníur mannanna Brooklynbrúna
og Eiffelturninn. SkáldiS ávarpar
turninn þessum orðum:
Turn
viljið þér stjórna uppreisn?
Tum
við kjósum yður leiðtoga
Ekki sæmir yður
sannri ímynd vélasnilldar
að bráðna hér
fyrir versum Apollinaires.
Því Majakovskí vill fyrir alla muni fá
alla tækni heimsins heim til Sovét-
ríkjanna, þar muni hún skipa vegleg-
an sess:
Komið til okkar
ég
skal útvega yður vegabréf
hundrað sinnum á dag
munum við sólfægja
stál yðar og kopar
En oftar er það, að honum verður
hugsað til hinna fátæku og kúguðu í
þeitn löndum sem hann lieimsækir:
til hinna snauðu indjána (Mexico),
til langþjáðra blökkumanna Vestur-
Indía (Black and White). Og venju-
lega kemur að því, að skáldið efnir
til byltingar á staðnum til að rétta
hlut þessa fólks. Notre Dame finnst
Majakovskí til ýmsra hluta nýt bygg-
ing, og getur þess því, að aðgát skuli
höfð á þegar bomhatdéruð verði lög-
reglustöðin beint á móti. Versalahöll-
um breytir hann auðvitað í orlofs-
heimili í snatri. Þess má geta, að í
Versölum varð skáldið hrifnast af
sprungunni á borði Maríu Antoin-
ettu, hún er nefnilega eftir byssusting
einhvers af þeim soldátum byltingar-
innar sem komu að leiða drottning-
una undir öxina fyrir tæpri hálfri
annarri öld.
Þannig þeytist þessi mikli starfs-
maður um heiminn allur á kafi í ljóð.
um, leikritum og blaðagreinum.
Þannig lifði Majakovskí öll þau ár,
sem hann átti ólifuð. Tíminn er svo
naumur þeim mönnum, sem hafa
höndlað þann sannleika, sem mun
frelsa heiminn.
Það er því ekki svo undarlegt, að
okkur virðist sem þessi baráttumaður
hafi ekki átt sér neitt einkalíf. Það er
leitun á skáldi sem hefur ort jafn fá
ástarkvæði og Majakovskí. Kvæði
hans eru mjög persónuleg, en í þeim
er helzt ekki minnzt á það, sem kemur
aðeins einum, tveim eða þrem við. Þó
var einkalíf hans rikt af stórviðburð-
um. Hann elskaði konu bezta vinar
síns, Osips Brík, hún hét Lilja. Sam-
band þeirra þriggja var einkennilegt,
því þau lifðu öll saman „andlega og
oftast territoríalt“, einsog Lilja Brík
segir í endurminningum sínum. Árið
1915 þegar ást skáldsins og Lilju
varð uppvís, ákváðu þau öll þrjú að
skilja ekki það sem eftir væri ævinn-
ar. Um sögu þessarar ástar er margt á
326