Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 22
TIMARIT MALS OG MENNINGAR í Austur-Asíu; hófu þeir ófrið gegn Þjóðverjum og sölsuðu undir sig eyj- ar þeirra í Kyrrahafi — Marshall- eyjar, Maríueyjar og Karolínueyjar — og leigusvæði þeirra á Shantung- skaga í Kína, en Þjóðverjar, er þá áttu sem mest að vinna í styrjöldinni í Evrópu, gátu engri vörn við komið. Arið 1915 færðu Japanar sig enn upp á skaftið, settu Kínverjum afarkosti og reyndu að gera allt Kínaveldi að verndarríki sínu. Tókst þeim þá í svipinn að auka mjög áhrif sín þar vegna þess að þá var hver höndin upp á móti annarri í Kína og hagir þjóð- arinnar mjög slæmir. En af þessu leiddi, að vinátta þeirra við Breta kólnaði mjög og sambúðin við Bandaríkjamenn versnaði, enda áttu þessar síðastnefndu þjóðir mestra hagsmuna að gæta við austanvert Kyrrahaf. Þegar borgarastyrjöldin geisaði í Rússlandi eftir byltinguna 1917, her- námu Japanar ásarnt fleiri þjóðum lönd þeirra í Austur-Síbiríu. 1920 fluttu öll þessi ríki nema Japan heri sina burtu þaðan, og á árunum 1922 —1925 urðu Japanar að skila öllum sínum landvinningum í Austur-Asíu nema hinum ofannefndu eyjum í Kyrrahafi, er þeir höfðu tekið af Þjóðverjum í upphafi heimsstyrjald- arinnar. Þeir höfðu því sáralítið upp úr krafstrinum; var það einkum fyrir tilverknað Breta og Bandaríkja- manna. Þótt Japan teldist með stórveldum frá 1905, er það sigraði Rússland, var aðstaða þess að ýmsu leyti mjög veik. Sterkasta hlið þess var fjarlægð- in frá hinum stórveldunum, er gerði það erfitt að heimsækja það með ófriði. Höfuðveikleiki þess lá aftur á móti í fátækt landsins af náttúruauð- æfum, einkum þeim, sem stórveldi þarfnast mest. Sjálfar Japanseyjar eru 369.813 km2; íhúatalan um 90 milljónir (1956). Aðeins tæp 16% landsins er ræktanlegt, en mikill hluti hins órækt- anlega lands óbyggilegur með öllu. Að óbyggðum frádregnum er Japan því þéttbýlasta land heimsins. Það er afar fátækt af járni, kolum og olíu. Flestöll hráefni til iðnaðar verður að flytja inn, en Japan hefur fjölmenn- um og ódýrum vinnukrafti á að skipa. Landþrengsli eru þar svo mikil að fjöldi fólks verður árlega að fara til bæjanna í atvinnuleit. Japanar verða og að flytja inn matvæli. Lenín taldi að Japan gæti eins og sakir stóðu um lok heimsstyrjaldarinnar fyrri ekki háð neitt meiriháttar stríð nema með aðstoð annars stórveldis. Bretar höfðu veitt þeim stuðning í styrjöldinni við Rússa 1905. Sainfara iðnvæðingunni fjölgaði verkamönnum mjög í Japan. I lok heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst þar sósíalistisk verkalýðshreyfing. Flestir bændur voru örsnauðir leiguliðar aðalborinna jarðeigenda. Meðal þess- X 260
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.