Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 81
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ
bauds, sem orti fræga sonnettu um
liti sérhljóðanna.
En fegurð fundu fútúristar ekki að-
eins í nýyrðum. Eins og fútúristar
Vestur-Evrópu voru þeir töluverðir
aðdáendur stórborgalífs, tækni, hraða
og skýjakljúfa.Kamenskí segir: „Sigl-
ingar risagufuskipa, bílferðir, hraði
flugvélanna, sem minnka heiminn, —
allt þetta skapar nýja heimsmynd.
Hinn nýi maður. Hið nýja lífsform.
Nýr fegurðarskilningur. Flugvélar,
mótorar, skrúfur, bílar, kvikmyndir
— allt þetta finnum við í ljóðum
fútúrista.“ Þó var tæknidýrkun ekki
eins almenn meðal rússneskra fútúr-
ista og sálufélaga þeirra á Vestur-
löndum. Stundum verðum við jafnvel
varir við þveröfugar hneigðir: dýrk-
un steinaldarinnar, barbarísins, villi-
mennskunnar. Þennan áhuga á stein-
aldarfólki má að vísu skýra að
nokkru með því, að gert er ráð fyrir
því að steinaldarmenn séu þeir einu
„eðlilegu“ menn, frjálsir af öllum
höftum og skilmálum menninganna:
Við erum frumstæðir menn
Við einir búum skýjakljúf hins frumstæða
vilja
og fyrirlitningar
og stolts
og grimmdar
(Krútsjoníkh)
Annars má kannske segja að nú-
tími og steinöld blandist saman á full-
komlega lögmætan hátt í kveðskap
fútúrista, því það var ein sönnun
þeirra fyrir fullkomnu frelsi hinnar
nýju listar að fara með tíma, rúm og
atburði rétt einsog hverjum sýndist.
Þessvegna eru verk fútúrista sam-
sett á hinn furðulegasta hátt, sagan
hrist og skekin mjög djarflega: forn-
rússar draga kufla sína eftir Névskí
prospékt, krúnurakaðir kósakkar frá
tímum Tarasar Búlba bregða sér í
kafbátahernað og svo má lengi telja.
IV
Majakovskí skipar sér í fylkingu
fútúrista.
Frægt er orðið ferðalag þeirra
Majakovskís, Búrljúks og Kamenskís
um Rússland. Þeir efndu til Ijóða-
kvölda og fyrirlestra með miklu
brauki og bramli. Þeir sátu uppi á
sviði í fáránlegum búningum, Maja-
kovskí í hinni frægu gulu skyrtu sinni
með slaufunni hræðilegu. Þar drukku
þeir te undir píanói, sem hékk á löpp-
unum uppi í rjáfri, og öðru hvoru
stóð einhver þeirra upp og hreytti
framan í áhorfendur hneykslanlegum
Ijóðum og hæpnum fullyrðingum um
fegurð og menningu. Allt var gert til
að gefa smekk almennings á kjaftinn,
enda tókst það mætavel. í Kíef var
sextíu lögregluþjónum komið fyrir í
salnum svona til vonar og vara. Og
dagblöðin kölluðu þessi ungu skáld
einfaldlega „tíkarsyni“.
Á þessum árum er mjög margt
sameiginlegt með Majakovskí og
fútúristum. Hann er, eins og þeir,
319