Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 81
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ bauds, sem orti fræga sonnettu um liti sérhljóðanna. En fegurð fundu fútúristar ekki að- eins í nýyrðum. Eins og fútúristar Vestur-Evrópu voru þeir töluverðir aðdáendur stórborgalífs, tækni, hraða og skýjakljúfa.Kamenskí segir: „Sigl- ingar risagufuskipa, bílferðir, hraði flugvélanna, sem minnka heiminn, — allt þetta skapar nýja heimsmynd. Hinn nýi maður. Hið nýja lífsform. Nýr fegurðarskilningur. Flugvélar, mótorar, skrúfur, bílar, kvikmyndir — allt þetta finnum við í ljóðum fútúrista.“ Þó var tæknidýrkun ekki eins almenn meðal rússneskra fútúr- ista og sálufélaga þeirra á Vestur- löndum. Stundum verðum við jafnvel varir við þveröfugar hneigðir: dýrk- un steinaldarinnar, barbarísins, villi- mennskunnar. Þennan áhuga á stein- aldarfólki má að vísu skýra að nokkru með því, að gert er ráð fyrir því að steinaldarmenn séu þeir einu „eðlilegu“ menn, frjálsir af öllum höftum og skilmálum menninganna: Við erum frumstæðir menn Við einir búum skýjakljúf hins frumstæða vilja og fyrirlitningar og stolts og grimmdar (Krútsjoníkh) Annars má kannske segja að nú- tími og steinöld blandist saman á full- komlega lögmætan hátt í kveðskap fútúrista, því það var ein sönnun þeirra fyrir fullkomnu frelsi hinnar nýju listar að fara með tíma, rúm og atburði rétt einsog hverjum sýndist. Þessvegna eru verk fútúrista sam- sett á hinn furðulegasta hátt, sagan hrist og skekin mjög djarflega: forn- rússar draga kufla sína eftir Névskí prospékt, krúnurakaðir kósakkar frá tímum Tarasar Búlba bregða sér í kafbátahernað og svo má lengi telja. IV Majakovskí skipar sér í fylkingu fútúrista. Frægt er orðið ferðalag þeirra Majakovskís, Búrljúks og Kamenskís um Rússland. Þeir efndu til Ijóða- kvölda og fyrirlestra með miklu brauki og bramli. Þeir sátu uppi á sviði í fáránlegum búningum, Maja- kovskí í hinni frægu gulu skyrtu sinni með slaufunni hræðilegu. Þar drukku þeir te undir píanói, sem hékk á löpp- unum uppi í rjáfri, og öðru hvoru stóð einhver þeirra upp og hreytti framan í áhorfendur hneykslanlegum Ijóðum og hæpnum fullyrðingum um fegurð og menningu. Allt var gert til að gefa smekk almennings á kjaftinn, enda tókst það mætavel. í Kíef var sextíu lögregluþjónum komið fyrir í salnum svona til vonar og vara. Og dagblöðin kölluðu þessi ungu skáld einfaldlega „tíkarsyni“. Á þessum árum er mjög margt sameiginlegt með Majakovskí og fútúristum. Hann er, eins og þeir, 319
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.