Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Mig tekur sárt að sjá yður svona á yður kominn. Þér eruð 36 ára gamall: alltof ungur til að deyja.“ Hann sneri sér að hinum tveimur og bað þá að fara út. „Hann vill tala við mig einan,“ útskýrði hann. Þegar dyrnar höfðu lokazt, vorum við tveir einir. „Þér eruð hræddur um að það vitnist, að þér hafið talað? Það skal enginn fá vitneskju um það, og við tökum að okkur vernd yðar. Segið allt, sem þér vitið og ég læt samstundis flytja yður í sjúkrahús. Eftir viku verðið þér í Frakklandi hjá konu yðar. Við heitum því. Annars verðið þér látinn hverfa.“ Hann beið eftir svari. Ég svaraði honum því einu sem mér kom í hug: „Þá það.“ „Þér eigið börn,“ hélt liann áfram. „Ég gæti kannski hitt þau. Viljið þér að ég segi þeim að ég hafi þekkt föður þeirra? Ha? Þér viljið ekki tala? Ef þér látið mig fara, koma hinir aftur. Og þeir munu ekki hætta.“ Ég þagði. Hann stóð á fætur, en áður en hann fór bætti hann við: „Þér eigið ekki annað eftir en sjálfsmorð.“ Ég hevrði hann eiga stutt orðaskipti við hina frammi á ganginum: „í tíu ár, fimmtán ár hafa þeir bitið það í sig, að ef þeir verði teknir, megi þeir ekk- ert segja, og það er ekkert hægt að gera til að fá þá ofan af því.“ Ég fann að ég var að nálgast einhvern áfangastað. Og skammri stundu síðar konm tveir fallhlífahermenn inn til mín. Þeir leystu hendur mínar, hjálpuðu mér á fætur, studdu mig síðan út og alla leið upp á svalirnar.' I öðru og þriðja hverju spori námu þeir staðar til að leyfa mér að kasta mæðinni. Aðrir fall- hlífahermenn, sem við mættum á leiðinni, í stiga eða á göngum, hentu gaman að okkur: „Þurfið þið að bera hann? Getur hann ekki gengið einn?“ — „Hann er búinn að þrauka i tólf tíma samfleytt,“ sagði annar fylgdarmanna minna, eins og til að afsaka sig. Loks fórum við niður í hina bygginguna. Jnn Oskar íslenzkaði. (Niðnrlag í næsta liefti.) 294
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.