Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Mig tekur sárt að sjá yður svona á yður kominn. Þér eruð 36 ára gamall:
alltof ungur til að deyja.“ Hann sneri sér að hinum tveimur og bað þá að fara
út. „Hann vill tala við mig einan,“ útskýrði hann. Þegar dyrnar höfðu lokazt,
vorum við tveir einir.
„Þér eruð hræddur um að það vitnist, að þér hafið talað? Það skal enginn
fá vitneskju um það, og við tökum að okkur vernd yðar. Segið allt, sem þér
vitið og ég læt samstundis flytja yður í sjúkrahús. Eftir viku verðið þér í
Frakklandi hjá konu yðar. Við heitum því. Annars verðið þér látinn hverfa.“
Hann beið eftir svari. Ég svaraði honum því einu sem mér kom í hug: „Þá
það.“
„Þér eigið börn,“ hélt liann áfram. „Ég gæti kannski hitt þau. Viljið þér að
ég segi þeim að ég hafi þekkt föður þeirra? Ha? Þér viljið ekki tala? Ef þér
látið mig fara, koma hinir aftur. Og þeir munu ekki hætta.“
Ég þagði. Hann stóð á fætur, en áður en hann fór bætti hann við: „Þér
eigið ekki annað eftir en sjálfsmorð.“
Ég hevrði hann eiga stutt orðaskipti við hina frammi á ganginum: „í tíu
ár, fimmtán ár hafa þeir bitið það í sig, að ef þeir verði teknir, megi þeir ekk-
ert segja, og það er ekkert hægt að gera til að fá þá ofan af því.“
Ég fann að ég var að nálgast einhvern áfangastað. Og skammri stundu síðar
konm tveir fallhlífahermenn inn til mín. Þeir leystu hendur mínar, hjálpuðu
mér á fætur, studdu mig síðan út og alla leið upp á svalirnar.' I öðru og þriðja
hverju spori námu þeir staðar til að leyfa mér að kasta mæðinni. Aðrir fall-
hlífahermenn, sem við mættum á leiðinni, í stiga eða á göngum, hentu gaman
að okkur: „Þurfið þið að bera hann? Getur hann ekki gengið einn?“ —
„Hann er búinn að þrauka i tólf tíma samfleytt,“ sagði annar fylgdarmanna
minna, eins og til að afsaka sig. Loks fórum við niður í hina bygginguna.
Jnn Oskar íslenzkaði.
(Niðnrlag í næsta liefti.)
294