Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREINAR skriftasöfnunar um laml allt til þcss að fylgja eftir kröfunni um afnám herstöðva; að efna til nýrrar mótmælagöngu frá Keflavíkurvelli til Reykjavíkur 7. maí 1961, þegar rétt tíu ár verða liðin síðan Island var hernumið hið síðasta sinni; að halda héraðsmót herstöðva- andstæðinga um land allt sumarið 1961. Að loknum fulltrúafundinum í Valhöll var haldinn útifundur á vestri bakka Almanna- gjár síðdegis 10. september, og að kvöldi 11. september var Reykvíkingum kynntur boð- skapur Samtaka hemámsandstæðinga á fjölsóttum útifundi í Lækjargötu. Þá skal þess getið að í ráði er að gefa út rit með ítarlegri frásögn af fundarhaldinu, og vill ritstjórn Tímaritsins hvetja félagsmenn Máls og menningar til að kynna sér það. Undirtektirnar sem starf hernámsandstæðinga í sumar og haust liefur hlotið með þjóð- inni gefa von um að brátt muni Islendingar ekki lengur þurfa að kenna sjálfum sér um ef þeir losna ekki við hið bandaríska hernám. Það er að sjálfsögðu ekki rétt að gera of lítið úr erfiðleikunum sem sigrast þarf á til að ná því marki. Þarft er að minnast þess að her- námssinnar munu heita lævislegum brögðum, og bolabrögðum, — eins og Sigurður Sig- urðsson fyrrverandi sýslumaður sagði í framúrskarandi ræðu á Þingvaliafundi, — til að sundra fylkingu hernámsandstæðinga. Þá væri vel ef sá fölskvalausi baráttu- og einingar- hugur sem ríkti á Þingvallafundinum dofnaði ekki þegar frá Ifður, heldur magnaðist og breiddist út frá hverjum þeim sem þann fund sat. SAMVIZKAN Þeir sem ekki hafa lesið önnur blöð en stærsta blað landsins dagana sem Þingvallafund- urinn stóð hafa orðið að vera án allra frétta af atburði sem óneitanlega kom öllum Islend- ingum við, bæði þeim sem eru meðmæltir Þingvallafundarmönnum og hinum. Fundurinn hafði einhvernveginn farið framhjá fréttariturum Morgunblaðsins. Sunnudaginn 11. sept- ember er ekki heldur nein frétt um fundinn í blaðinu, en aftast í Reykjavíkurbréfi er dá- lítil klausa með ómerkilegum svívirðingarorðum um hemámsandstæðinga á Islandi og í Japan og um frelsishreyfingar Afríkumanna. l'ramarlega í þessu sama Reykjavíkurbréfi stendur hinsvegar eftirfarandi hugvekja: Þeir, sem segja rangt frá eða þegja um mikilsverðar staðreyndir, sem almenning varða, eru meinsmenn þjóðarheillar. — I þessum efnum hvílir höjuðskylda á öllum þeim, er jor- ystu haja að sér tekið á hvaða vetlvangi sem er. Enginn hejur þó hér mikilvœgari skyldum að gegna en blöðin, sem berast á tugþúsundir heimila dag hvern. Þeim ber að segja jrá ölium jregnum, sem prenthœjar cru og þýðingu hafa, hlutdrægnislaust og ejtir beztu vit- und. Engin hœtta er á því, að það verði til þess að allir segi hið sama. Atburðirnir birtast engum tveimur mönnum alveg með sama hœtti. Við þvi verður ekki gert. Eins er eðlilegt, að blöðin túlki sérsjónarmið sín í ritstjórnardálkum. Frelsið til þess á ekkert skyit við þann rangsnúning í jréttaflutningi, sem að staðaldri einkennir sum blóð hér á landi. Atjerli þeirra er svik við almenning. Þriðjudaginn 13. september kemtir loksins hálfur annar dálkur um „fund á Brúsastöð- um“, sem hefur á sér yfirskin fréttagreinar. Ilöfundur greinarinnar virðist vera lifandi dæmi um þá „meinsmenn þjóðarheillar" sem af „hlutdrægni" og gegn „betri vitund" stunda þann „rangsnúning í fréttaflutningi" sem samvizka Morgunblaðsins kveinkar sér undan. S. D. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.