Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 31
FORRÆÐIÐ I AUSTUR-ASIU hjá þjóðinni og að draga myndi úr óvinsældum Bandaríkjamanna. Þess- ar vonir brugðust þó hrapallega, og kom það greinilega í ljós haustið 1958. Þá lagði ríkisstjórnin í Japan fyrir þingið frumvarp, sem gekk út á að gefa lögreglunni víðtækt vald til að gera húsleit hjá fólki og handtaka það. Gegn frumvarpi þessu risu sósía- listar og aðrir vinstri menn, nærri öll blöðin, margir trúarflokkar og 4 milj. verkamanna gerðu verkfall. Stjórnin knúði að vísu frumvarpið í gegn með ofbeldi, en það athæfi var fordæmt bæði í blöðum og af almenningi. Kishi varð því að draga það til baka og semja við sósíalista um að breyta því; en það m. a. leiddi til ágreinings innan sósíalistaflokksins. Ráðuneytið varð Kishi að endurskipuleggja. Ofangreindir atburðir sýndu hrað- vaxandi óvild gegn stjórninni, sem afhjúpaði sig meir og meir sem full- trúi hernaðarsinna, auðhringa og annarra afturhaldsafla. Hún hafði margbrotið stjórnarskrána og barðist af alefli fyrir því að afnema hana al- veg. Hún sýndi líka í verki að hún var ósvikin leppstjórn Bandaríkjanna þrátt fyrir fögur fyrirheit um jafn- rétti. Vinstri öflin í Japan reyna að verja stjórnarskrána og lýðræðið, en forystumenn hægri flokkanna vilja af- nema hana og setja í staðinn grímu- klætt einræði. Aðal-veikleiki vinstri aflanna liggur í því, að sósíalistar eru í ýmsum mikilvægum málum klofnir og tvístígandi. Þess vegna hafa þeir unnið lítið á upp á síðkastið. Aðstaða Kishi-stjórnarinnar var allt annað en glæsileg þegar að því leið, að hinn nýi sáttmáli milli Japans og Bandaríkjanna skyldi lagður fyrir þingið til staðfestingar. í ársbyrjun 1959 eða fyrr hafði nefnd sú, er um hann átti að fjalla, lokið störfum. Um það leyti fékk japanskur stjórnarer- indreki, Haruhiko Nishi að nafni, að vita um efni hins nýja sáttmála. Mað. ur þessi hefur lengi starfað í utanrík- isþjónustu Japana. Hann var síður en svo sósíalisti eða vinstri maður. Hann áleit hinn nýja samning svo varhugaverðan fyrir Japan að hefj- ast yrði handa um að koma í veg fyrir að hann gengi í gildi. Fann hann það einkum sáttmálanum til foráttu að hann tæki of litið tillit til tilveru Ráðstjórnarríkjanna og Kínverska al- þýðulýðveldisins. Hann beindist fyrst og fremst gegn þessum ríkjum og byndi Japan í fjandskap við þessi miklu stórveldi og nágrannaríki. Bandaríkjunum yrði leyft að hafa þar herstöðvar áfram, og væri því hin mesta hætta á því, að Japan myndi flækjast inn í styrjöld móti vilja þjóð- ar og stjórnar. Á þeim tíu árum sem samningurinn ætti að gilda gæti orð- ið ófyrirsjáanleg breyting á öllum viðhorfum í stjórnmálum. Japan þyrfti sáttmála, sem ekki setti ríkið í hættu bæði í nútíð og framtíð. Nishi bendir á, að Ráðstjórnin hafi 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.