Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 64
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
að eyða öllum deginum í að vera að stjana við þær og gera við stíuna þeirra,
en ekkert dugir. Þær komast jafnskjótt út og steðja beint í kálgarðana. Og ef
maður stuggar eitthvað við þeim, lilaupa þær í burt með þessu andskotans
gvaggi sínu. Alveg eins og þið kvenfólkið. Ef maður segir eitthvað við ykkur
er það það eina sem maður fær: Gvagg gvagg gvagg. Eg held að þú ættir að
láta þær ganga lausar svo sem einn dag og sjá þá hvernig færi. Það hnussaði
fyrirlitlega í honum.
Konan sagði ekki neitt. Hún hafði staðið með aðra hönd á mjöðm hinum
megin við stiuna og horft á hann meðan hann talaði. Viprurnar voru orðnar
að herpum í kringum munninn og roði hafði færzl í kinnarnar. Hún starði á
hann um stund eins og með þoku í augunum. Svo tók hún upp nokkra steina
og setti þá í netið og þannig að þeir héngu utan á því, beygði sig síðan niður
og vinstri fóturinn lyftist örlítið frá jörð, gekk fyrir stíuna að hurð hænsna-
kofans. Hún sagði ekki orð.
Það tjóar reyndar aldrei neitt að segja eitthvað við þig. Þú ert svo þrjózk
og vitlaus ef þú tekur það í þig og veizt á þig skömmina, sagði maðurinn, sem
hafði gengið að stíunni og tekið úr henni steininn, sem notaður var fyrir hurð
hins kofans. Hann lokaði hurðinni og setti steininn fyrir.
Konan tók nú upp fatið og gekk rakleitt að hurð hænsnakofans, tók tittinn
úr með lausu hendinni. Titturinn dinglaði til og frá í bandinu, sem hann var
festur með. Pútapút, sagði hún og hélt hurðinni opinni. Hænurnar þustu að
vaggandi og með háu gargi.
Sífellt með kjaftinn opinn! sagði maðurinn við sjálfan sig því að konan var
búin að láta hurðina aftur á eftir sér.
II
A hlaðinu, fyrir framan húsaröð, sem var andspænis hænsnakofanum, lá
stórt og hálfklofið tré og nokkrir járnfleygar stóðu fastir í því. En á jörðinni
við hlið þess lágu nokkrir stærri tréfleygar.
Maðurinn gekk yfir hlaðið, steig fæti á tréð og athugaði það. Hann ýtti við
því með fætinum, en það hreyfðist ekki. Þá lók hann fótinn af því, steig vinstri
fæti yfir það, teygði sig eftir sleggju, sem stóð upp við hlið eins hússins og
reyndi að koma tréfleyg í enda trésins, en hann gekk ekki í það. Maðurinn
hætti að berja og stóð hugsandi og athugaði rifurnar, sem járnfleygarnir
stóðu fastir í.
Konan kom út úr hænsnakofanum og hélt á fati með nokkrum eggjum. Hún
lagði fatið upp við vegg kofans, rak hnéð í hurðina og stakk tittinum í lykkj-
302