Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 64
TIMARIT MALS OG MENNINGAR að eyða öllum deginum í að vera að stjana við þær og gera við stíuna þeirra, en ekkert dugir. Þær komast jafnskjótt út og steðja beint í kálgarðana. Og ef maður stuggar eitthvað við þeim, lilaupa þær í burt með þessu andskotans gvaggi sínu. Alveg eins og þið kvenfólkið. Ef maður segir eitthvað við ykkur er það það eina sem maður fær: Gvagg gvagg gvagg. Eg held að þú ættir að láta þær ganga lausar svo sem einn dag og sjá þá hvernig færi. Það hnussaði fyrirlitlega í honum. Konan sagði ekki neitt. Hún hafði staðið með aðra hönd á mjöðm hinum megin við stiuna og horft á hann meðan hann talaði. Viprurnar voru orðnar að herpum í kringum munninn og roði hafði færzl í kinnarnar. Hún starði á hann um stund eins og með þoku í augunum. Svo tók hún upp nokkra steina og setti þá í netið og þannig að þeir héngu utan á því, beygði sig síðan niður og vinstri fóturinn lyftist örlítið frá jörð, gekk fyrir stíuna að hurð hænsna- kofans. Hún sagði ekki orð. Það tjóar reyndar aldrei neitt að segja eitthvað við þig. Þú ert svo þrjózk og vitlaus ef þú tekur það í þig og veizt á þig skömmina, sagði maðurinn, sem hafði gengið að stíunni og tekið úr henni steininn, sem notaður var fyrir hurð hins kofans. Hann lokaði hurðinni og setti steininn fyrir. Konan tók nú upp fatið og gekk rakleitt að hurð hænsnakofans, tók tittinn úr með lausu hendinni. Titturinn dinglaði til og frá í bandinu, sem hann var festur með. Pútapút, sagði hún og hélt hurðinni opinni. Hænurnar þustu að vaggandi og með háu gargi. Sífellt með kjaftinn opinn! sagði maðurinn við sjálfan sig því að konan var búin að láta hurðina aftur á eftir sér. II A hlaðinu, fyrir framan húsaröð, sem var andspænis hænsnakofanum, lá stórt og hálfklofið tré og nokkrir járnfleygar stóðu fastir í því. En á jörðinni við hlið þess lágu nokkrir stærri tréfleygar. Maðurinn gekk yfir hlaðið, steig fæti á tréð og athugaði það. Hann ýtti við því með fætinum, en það hreyfðist ekki. Þá lók hann fótinn af því, steig vinstri fæti yfir það, teygði sig eftir sleggju, sem stóð upp við hlið eins hússins og reyndi að koma tréfleyg í enda trésins, en hann gekk ekki í það. Maðurinn hætti að berja og stóð hugsandi og athugaði rifurnar, sem járnfleygarnir stóðu fastir í. Konan kom út úr hænsnakofanum og hélt á fati með nokkrum eggjum. Hún lagði fatið upp við vegg kofans, rak hnéð í hurðina og stakk tittinum í lykkj- 302
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.