Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unz allir stjórnmálaflokkar á íslandi
hafa tileinkað sér það grundvallarsið-
gæði að ljá aldrei máls á afsali ís-
lenzkra landsréttinda, hvorki í þágu
hernaðar né í neinum öðrum tilgangi.
Barátta vor skal hér eftir sem hing-
að lil vera hugrökk og falslaus. Vér
skulum ekki óttast neitt -— aðeins
standa fast saman um hvert það tæki-
færi sem þokar oss áleiðis að mark-
inu. Vér skulum ekki óttast skoðana-
ágreining vorn í öðrum efnum. Vér
skulum ekki óttast ögrun andstæð-
ingsins þegar hann hrópar: kommún-
isti! hrúsaskeggur! Vér skulum ekki
óttast þá raunsönnu skilgreiningu að
samtök voru séu hápólitísk — meira
að segja heimspólitísk, enda þótt þau
séu ekki flokkspólitísk. Að þau séu
einmitt tilraun til að lyfta íslenzkri
stjórnmálabaráttu á hærra stig: upp-
ræta siðspillta hagsmunabaráttu með
heiðarlegri hugsjónabaráttu. Að þau
séu tilraun til að búa íslendingum
veglegri og öruggari stað á vettvangi
heimsmálanna en verið hefur um
hríð. Að þau séu vort litla lóð á meta-
skálar friðar og stríðs, lífs og dauða,
bæði hér á landi og hér á jörðu.
Eg hygg að það sé algert einsdæmi
á þessu landi sem gerzt hefur síðan
undirbúningur Keflavíkurgöngunnar
hófst. Um hábjargræðistímann, allt
liðlangt sumarið, hafa stjórnendur og
sjálfboðaliðar lagt nótt við dag á að-
alstöð samtakanna í höfuðstaðnum,
en aðrir ferðazt um þvert og endi-
langt landið til fundahalda. Þannig
hefur tekizt að mynda lifandi sam-
band milli hernámsandstæðinga í öll-
um héruðum og bæjum landsins sem
nú hafa með ærnum tilkostnaði sent
fulltrúa sína á þennan nýja Þingvalla-
fund. Árangurinn hefur orðið sú fast-
mótaða þjóðfylking sem hér hefur
verið stofnuð, þau baráttuform sem
hér hafa verið ákveðin og sá sigur-
vilji sem hér hefur verið samkveiktur
í einn loga.
Þessum fundi er nú að ljúka. Mér
hefur fundizt fagnandi andi lýðveldis-
hátíðarinnar fyrir sextán árum svífa
hér yfir vötnunum. Það er ósk mín að
öll barátta vor verði framhald þeirrar
liátíðar, unz brautin er brotin til enda
og helskýinu mikla á brottu svipt.
Vér skulum að vísu ekki ofmetnast
af því lífsnauðsynlega verki sem þeg-
ar hefur verið unnið. Eigi að síður
hlýt ég að vera stoltur í mínu hjarta
á þessari stundu, þegar ég hugleiði
fórnirnar sem færðar hafa verið af
því hikleysi og drenglyndi sem heil-
agur málstaður einn fær tendrað. En
jafnframt get ég fullvissað alla þá sem
hér hafa að unnið, að erfiði þeirra
mun verða þeim sjálfum ylgjafi og
manndómsgjafi meðan líf endist.
Eg leyfi mér persónulega og í nafni
feðra vorra og niðja að þakka hverj-
um þeim manni og konu, ungum og
gömlum, sem lagt hafa málefni voru
heilshugar lið, meira eða minna, eftir
getu og aðstæðum. Ég ætla ekki að
246