Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 69
NÖLDUR tölurnar. Það var eins og hún biði eftir einhverju, en leit ekki á manninn, sem horfði á hana. Hvorugt sagði orð. Þegar hún hafði lokið við að hneppa að sér kápunni, gekk hún um sundið milli íbúðarhússins og hænsnastíunnar. Svo beygði hún fyrir hornið á hænsna- kofanum. Eftir skamma stund kom hún fram við enda hundakofans og stefndi yfir túnið. Hún leit hvorki til hægri né vinstri. Hvert ertu að fara? kallaði hann á eftir henni þegar hann sá að hún stefndi yfir túnið. Konan greikkaði sporið án þess að anza og stefndi að hliðinu. Maðurinn strauk hendinni um ennið. Hann var að hugsa um að kalla á eftir henni, en þegar hún var næstuin komin að hliðinu lét hann skaft sleggjunnar falla og tréfleyginn og gekk á eftir henni. Hann gekk hægt. Heyrirðu ekki að ég er að kalla á þig? Farðu nú ekki að gera neina vitleysu. En þegar hann sá að hún leysti bandið frá hliðinu án þess að svara honum tók hann að hlaupa og náði henni þegar hún var að hinda það aftur. Hvert ertu að fara? spurði hann þegar hún batt síðasta hnútinn. Hún leit ekki upp og svaraði engu, en þegar hún sleppti höndunum af band- inu greip hann um aðra ermina á kápunni. Þau stóðu þannig kyrr eitt andar- tak. Svo rykkti hún hendinni til að losa sig. En hann sleppti henni ekki og hún leit upp og horfði beint framan í hann með kipraðar varir og augun full af þoku eins og þegar hún var reið. Segðu mér hvert þú ert að fara, þá skal ég sleppa þér. Hún horfði á hann án þess að svara. Rauðir flekkir tóku að myndast neðar- lega á kinnunum. Þú ert víst ekki að fara að ná í hundskrattann? sagði hann með gremju og afsökun í röddinni. Það var eins og hún þyrfti ekki að depla augunum. Og starði á hann svo hann varð að líta snöggvast undan. Þó var eins og hún væri ekki að horfa á hann heldur inn í þoku. Maðurinn brosti. Maður má aldrei segja neitt við þig, þá ertu bara orðin vond. Afsökunin var nú ein orðin eftir í röddinni. Þá sló hún hann. Og svo slærðu mig. Þokunni létti skyndilega úr augum hennar og hún togaði í. Maðurinn lét hana toga sig upp að hliðinu. Maður má ekki einu sinni gera að gamni sínu við þig. Þetta var bara kjána- legt gaman. Ég veit það vel. Hann reyndi að koma léttum tón í röddina. 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.