Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann vann á vinnustofum ýmissa málara, gekk síðan í myndlistarskóla. Þetta var árið 1911. Hann sótti námið af kappi, en varð fljótt fyrir vonbrigðum, þótti eftir- hermukrákum mikið hossað, en lítið ýtt undir þá, sem vildu fara eigin leið- ir. Þá birtist ungur listamaður í skól- anum Majakovskí til huggunar, Da- víð Búrljúk hét sá, ósvífinn á svip og fullur af undarlegum hugmyndum. Þeim kom vel saman. Kvöld eitt sóttu þeir konsert hjá Rachmaninof og leiddist afskaplega. Á eftir gengu þeir saman út í nóttina og töluðu um listir og leiðindi heimsins. „Á því kvöldi fæddist rússneski fútúrisminn,“ segir Majakovskí síðar. Að áeggjan þessa nýja vinar tekur hann aftur til við Ijóðagerð. Hann skrifaði nótt og dag, stundum dável en oftar illa. Samt var það eftir kvæðalestur heillar nætur að Búrljúk skírði hann snilling. Um morguninn kynnti hann Majakovskí á götu: „Þekkið þér hann ekki? Þetta er vinur minn snillingurinn. Hið fræga skáld Majakovskí.“ Á eftir sagði hann við þann nývígða: „Og skrifaðu nú, mannskratti, annars verð ég hafður að fífli.“ Þannig liðu fyrstu ár Majakovskís. II Við skulum reyna að gera okkur grein fyrir því hvernig umhorfs var í heimi rússneskra bókmennta þegar Majakovski kemur fram á sjónarsvið- ið. Við þurfum að leita að líklegum lærimeisturum þessa unga hæfileika- manns. Raunsæisstefnan er í hálfgerðri kreppu um þetta leyti. Rússneskar bókmenntir 19. aldar höfðu verið realistískar og pólitískar, rithöfundar höfðu á ýmsan hátt trúað á þjóðfé- lagslegar umbætur og byltingar, þeir höfðu flestir litið á sig sem málsvara göfugra hugsjóna. framfarasinnaðra hreyfinga. Nú hafði margt breytzt. Byltingin 1905, sem flestir rithöfund- ar höfðu tengt miklar vonir við, hafði misheppnazt. Að nýju grúfði myrkur afturhaldsins yfir landinu og það virtist æ vonminna að takast mætti að efla lýðræði í landinu og hefja þjóðina til þess sætis sem henni bæri meðal menningarþjóða heimsins. Rússland virtist að eilífu dæmt til þjáninga og fátæktar. Hinir róttækari og frjálslyndari rithöfundar héldu að vísu tryggð við beztu erfðavenjur rússneskra bókmennta, en þeir virtust að mestu þrotnir að kröftum. Þeir lýsa samúð sinni án þeirrar dýptar, skarpskyggni og heildarsýnar sem áður var aðal rússneskra bókmennta. í verkum þeirra ríkir einföld lýsing án verulegra tilrauna til þróttmikillar hugsunar. Þetta eru oft allgóðar þjóð- félagslýsingar, en fátt um stórbrotin verk og frá bókmenntalegu sjónar- miði var heldur lítið nýjabrum að þeim. Þetta voru menn eins og Búnin, Kúprín, Véresaéf, Tsjíríkof. 314
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.