Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nytjuhjal um fegurðina þeir menn.
Og þeiri undirstrikuðu þessa höfuð-
reglu sína á allan máta. Bækur sínar
prentuðu þeir á afleitan pappír og
bundu þær inn í auvirðilegt betrekk.
Þeir voru kjaftforir með afbrigðum,
og höfðu sérstaklega gaman af því að
mölva niður gamlar og rómantískar
sýnir. Krútsjonikh lýsir svo fornvini
elskendanna, tunglinu: „Uldinn máni
skríður eins og lús.“ Sá hinn sami
nefndi bækling sinn AndahreiSur
klámyrSa. Ljóð fútúristanna voru
fullkomin andstæða hinna hljóm-
fögru, fáguðu symbólisku ljóða. „Af
hverri ljóðlínu okkar stendur gustur
hlakkandi ögrunar og beiskju sigur-
vegarans,“ segir Krútsjonikh. Og við
heiftyrðin bættist sérkennileg hljóm-
an ljóðanna. Skáldin völdu sér harka-
leg hljóðasambönd og óliðleg orða-
sambönd, surfu ryðguð járn með ó-
nýtri þjöl í djöfulmóð.
Fútúristarnir afneituðu menningar-
verðmætum annarra algjörlega. „Af
hæðum skýjakljúfanna lítum við au-
virðileik þeirra,“ stendur í ávarpi
framtíðarmanna, og er þá ekki aðeins
átt við symbóldýrkarana heldur og
Gorkí og Kúprín og aðra slíka raun-
sæismenn. Náungum eins og Púsjkín
og Tolstoj vilja þeir „henda fyrir
borð á gufuskipi samtímans.“ Svipuð
hreinsun átti að fara fram í öðrum
listgreinum. Repín var nátttröll,
Stanislavskí á hraðri leið norður og
niður. Engin miskunn hjá fútúristum.
Þessir menn vildu fyrst og fremst
frjálsa nútímalist. Þessi frelsisbarátta
kom fram í ýmsu, m. a. í frjálslegum
tilraunum með rússneska tungu. Þar
var áðurnefndur Khlébnikof fremst-
ur í flokki. Hann hafði mikla trú á
orðasmíði, áleit að orðasmíði væri
ákjósanlegt vopn í baráttunni gegn
yfirgangi dauðra manna í listum, ráð
til að takmarka vald þeirra og áhrif.
1 kenningu hans varð orðið sjálfstæð-
ur veruleiki, sem gat af sjálfu sér haft
áhrif á tilfinning mannsins. Stundum
fór þessi nýsmíði fram á grundvelli
áður þekktrar rótar málsins. Dæmi:
Þegar Khlébnikof yrkir kvæði þar
sem hvert orð er á einhvern undarleg-
an hátt myndað af hlátur, hlæja. Það
gæti byrjað svona:
0 lilæið þið, hlátrarar
ó skellihlæið, hlátrarar
Þar lilæja þeir hlátrum, þar hlæmast
þeir hlátran
ó hlæið í hlátrasveit
ó hláturskviður aðhlátrara, hlátur
úthleginna hlæjara o. s. frv.
1 öðrum tilvikum fæddust orðin í
heila skáldanna án nokkurs stuðnings
orðaforðans. Þannig yrkir Krútsjo-
níkh:
Dír húl sjíl úbesjkúr skúm vi so bu r 1 es
Þetta kvæði má lesa með jafngóð-
utn árangri á íslandi og í Moskvu.
Ennfremur höfðu fútúristar gaman af
tilraununum með samband lita og
hljóða og fóru hér að fordæmi Rim-
318