Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 18
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR ótrú undir niöri á því að ísland gæti staðið á eigin fótum efnahagslega, gæti komizt af án erlendrar ölmusu. Hvað leiðir af öðru í þessum efnum, og þeir sömu menn, mennirnir sem stjórna landinu, hafa ekki heldur trú á því að Island geti verið annað en menningarleg hjálenda stórvelda. Þessi skoðun er orðin djúp meinsemd í þjóðfélaginu, hún hefur breiðzt óð- fluga út, og langt út fyrir raðir sjálfra hernámssinnanna, hún hefur sýkt allt þjóðlífið meira og minna, hún hefur svipt okkur þrótti, þori og trú, sem með þarf til að glíma af fullri alvöru við þá þraut sem ég gat um í upphafi máls míns: að skapa íslenzka nútíma- menningu. Það má vera rétt að ekki hernámið eitt út af fyrir sig valdi hér mestu um, ekki það aðeins að hér eru amerískir hermenn og herstöðvar, — þó það sé nógu bölvað, — heldur allt sem hernáminu fylgir og hernámið er einn þáttur í: ósjálfstæðið gagnvart Bandaríkjunum í öllum efnum, ítök Bandaríkjanna hér á landi bein og óbein, ekki síður þau óbeinu en þau beinu. Ekkert væri mér fjær skapi en að orð mín yrðu skilin á þann veg að ég álíti hernámið einliverskonar skálka- skjól og afsökun fyrir allt það sem miður fer á þessu landi í menningar- legum efnum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft eigum við hér við sjálfa okkur að etja, eins og það er undir okkur sjálfum komið að losna við hernámið. Það er undir okkur komið að skapa okkar sjálfstæðu nútíma- menningu, en þá þurfurn við að vísu að gera okkur Ijósa grein fyrir eðli og tilgangi þeirra afla sem fyrir alla muni vilja gefa okkur sníkjumenn- ingu. Við verðurn að gera okkur ljóst að vald það sem andspænis okkur stend- ur er nýlendustefnan í sínum nýjasta húningi. Aðferðir hennar virðast svo ólíkar aðferðum hinnar gömlu ný- lendustefnu, að mörgum er hún tor- kennileg. Tilgangur liennar getur jafnvel virzt annar, sumsstaðar og stundum, vegna þess livað leiðir hennar eru krókóttar. Hún getur í sumum löndum virzt stefna aðeins að pólitisku forræði en ekki efnahags- legu, og annarsstaðar virðist þessu öfugt farið. En það mun þó mála sannast að hér er oftast um sýndar- mismun að ræða og að báðir þættir, sá efnahagslegi og sá pólitíski eru saman vafðir. Fyrsta boðorð hinnar gömlu ný- lendustefnu var alltaf hið sama: að byrja á að brjóta mótspyrnuna á bak aftur, sundra því þjóðskipulagi sem fyrir var, afnema menningarformin, — oftast undir kristilegu yfirskini. Eftir það var hægur vandi að koma á því efnahagsskipulagi sem nýlendu- herrunum þóknaðist. Nú er ekki leng- ur hægt að ganga svo hreint til verks. Það er farið laumulegar að. En að- ferðin er í höfuðdráttum sú sama: til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.