Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 15
SJÁLFSTÆÐ NÚTÍMAMENNING EÐA SNÍKJUMENNING
bæri sem nefnt hefur verið ameríkan-
ismi, og fylgt hefur eftir efnahags- og
hernaðarútþenslu Bandaríkja Norð-
ur-Ameríku um mikinn hluta heims-
ins. Þessu fyrirbæri sem mikið hefur
verið rætt á seinni árum, og jafnvel
handarískir þjóðfélagsfræðingar Jiafa
samið um þykkar og liávísindalegar
bækur, er raunar ekki auðvelt að lýsa
í stuttu máli; og það hefur fleiri hlið-
ar en þá sem að okkur snýr. Það er þó
óhætt að segja að eitt höfuðeinkenni
ameríkanismans sé lágt stig alþýðu-
menningar, enda nota bandarískir
þjóðfélagsfræðingar það orð ekki í
sömu merkingu og við; þegar þeir
segja „aljjýðumenning" meina þeir
„alþýðu ómenning“. Ytri glans og
innri tómleiki, auglýsingamennska,
taugaæsing, uppJ)ornun menningar-
legs sköpunarmáttar, tilfinningasemi
án sannra tilfinninga, tómlæti um al-
menn mál, andleg leti og vanþroski,
allt er þetta ennfremur talið menning-
arlegar einkunnir ameríkanismans.
Uppruna þessa fyrirbæris hafa
fræðimenn leitað skýringa annarsveg-
ar í þeirri staðreynd að Bandaríkin
eru land án menningarlegrar fortíðar
og á liinn hóginn i hinum hájrróaða
kapítalisma þar í landi, þar sem
menningin verður verzlunarvara að
jafnmiklu leyti og hvað annað.
Af því lægi næst að draga þá álykt-
un að enginn jarðvegur væri fyrir
ameríkanismann í löndum gamallar
menningar, og þá enn síður ef þau
lönd eru um leið skemmra komin í
efnahagslegum og atvinnulegum
skilningi en Bandaríkin. En ef við at-
liugum útbreiðslu ameríkanismans í
heiminum kemur þó í ljós að málið er
flóknara en svo. Auðunnust bráð
lians virðast einmitt vera þau lönd
sem eru skilgreind sem vanþróuð
lönd, þó Jrau búi við forna og fastmót-
aða menningu. Þjóðfélag þeirra er á
millibilsstigi, hina fornu menningu
þeirra hefur skort sveigjanleik til að
aðlagast nútímaháttum, J)au eru að
leita sér að nýrri menningu. Þess-
vegna er það að þau eru svo ber-
skjölduð fyrir innrás ameríkanism-
ans. Reyndin verður svo að hin nýja
borgarastétt í þessum löndum tekur
upp bandaríska lúxuslifnaðarhætti,
án þess að skeyta um J)að að þeir lifn-
aðarhættir byggjast á hundrað sinn-
um, þúsund sinnum öflugra atvinnu-
lífi, — og alþýðunni fellur hin amer-
íska skrílmenning ein í skaut.
Um útbreiðslu ameríkanismans í
Evrópu gegnir öðru máli. Fyrst ber
að hafa í huga að lönd Vestur-Evrópu
hafa í misjafnlega rikum mæli verið
háð Bandaríkjunum á undanförnum
árum. í öðru lagi er kapítalisminn
það gamalgróinn í þessum löndum, að
borgarastéttin var ófús að selja af
hendi allt sjálfstæði sitt, J)ó hún léti
nokkuð af J)ví falt. Loks hafa hin
sterku verklýðssamtök í sumum vest-
urevrópskum löndum myndað mót-
vægi gegn ameríkanismanum. En
253