Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 98
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
sársauka
erfiðleika
móðganir.
Gangi ykkur vel.
Vladimir ftlajakovskí.
Það eru línur í þessu bréfi sem
minna á bréfin sem Majakovskí skrif-
aði 1922 og á ástarkvæðið Urn þetta.
En hér er margt óljóst, enda eru ýms-
ir þeirra er mest koma við sögu í
einkalífi Majakovskís enn á lífi. Og
skáldið hefur beðið eftirlifendur að
slúðra ekki.
XI
Majakovskí skrifaði einhverju
sinni kvæði um góðkunningja sinn,
Teodor Nette, lettneskan kommúnista
sem hvítliðar drápu. Skáldið er statt
suður við Svartahaf, þar sér hann
gufuskipið Teodor Nette sigla í höfn.
Skáldið bregzt glaður við slíkum
endurfundum og ræðir um stund hlý-
lega við gamlan vin. Og svo undar-
lega bregður við, að maðurinn með
sinni persónulegu sögu og afrekum og
skipið með sínum reykspúandi pípum
og erfiðandi vélum leysast upp og
sameinast í mikilli trú skáldsins á
mannlegra viðleitni:
Við göngum
gegnum skammbyssugelt
til að
umskapast
deyjandi
í gufuskip
Ijóðlínur
og önnur langæ verk.
Þetta kvæði er um ódauðleikann.
Ódauðleikj félaga Nette varð einn-
ig hlutskipti Majakovskís. Landið
sem hann þoldi hungur og kulda með
um langa vetur styrjalda tók hann
upp á arma sína og gaf hann öllum
afkomendum. Það rættist, sem Maja-
kovskí sagði í kvæðinu Gott! Þá gekk
hann um sínar eigin götur fram hjá
sínum eigin húsum, og þegar hann sá
bækur sínar í gluggum þá gladdist
hann, því:
hér rennur starf mitt
saman við starf
lýðveldis míns.
Majakovskí varð þjóðskáld. í raun-
inni er ekkert eðlilegra. Verk hans
var sterk, heilsteypt og frumleg tján-
ing á ástríðum þjóðlífs við alda-
hvörf. Það er gott að vera skáld við
aldahvörf, þegar þjóðirnar vakna. Þá
eru mennirnir sterkastir og auvirði-
legastir, þá fær enginn maður falið
andlit sitt fyrir öðrum, þá getur eng-
inn maður lifað án eigin sannleika.
Snilld Majakovskís vegsamaði bylt-
inguna og sannleikur byltingarinnar
gaf skáldinu líf.
336