Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mönnum að máli í einu og öllu. Með því að binda sig í fjandskap við tvö mikil stórveldi, Ráðstjórnarríkin og Kína, átti Japan á hættu að verða styrjaldarvettvangur hvenær sem bandarískum valdhöfum þóknaðist. Um þær mundir sem friðurinn í San Francisco var saminn var at- vinnulíf Japana leyst úr flestum þeim fjötrum, sem afnám hergagnaiðnaðar og annars þungaiðnaðar hafði lagt á það í stríðslokin. Auðhringarnir risu upp aftur margefldir; iðnaðurinn þaut upp svo furðu sætti; bandarískt fjármagn rann inn í landið. Gróða- möguleikarnir voru miklir, því vinnu- laun eru lægri í Japan en víðast hvar annars staðar, en þar eru hinir ágæt- ustu iðnaðarmenn. Fjöldi verka- manna hefur vaxið mjög á síðustu árum. Verkalýðshreyfingunni hefur því vaxið fiskur um hrygg, en hún er meginstoð sósíalista, sem þegar hafa all-mikið fylgi í þinginu. Um fylgi kommúnista er erfitt að segja, því að opinber starfsemi þeirra hefur síðan í Kóreustríðinu meira eða minna ver- ið hindruð með ofheldi. Það er því erfitt að fá áreiðanlega vitneskju um fylgi þeirra. Mestur hluti stúdenta, kennara og annarra menntamanna er róttækur og hefur mikla andúð á yfirráðum Bandaríkjamanna í land- inu. Hin sívaxandi andúð gegn varnar- og öryggissáttmálanum knúði stjórn- málamenn í Bandaríkjunum og vini þeirra í Japan til að leita sér ráðs til að lægja öldurnar. Var það ráð tekið að afnema hinn óvinsæla sáttmála og setja annan í staðinn. Nobusuke Kishi, er varð forsætisráðherra í Jap- an árið 1957, var þegar áður en hann kom til valda farinn að tala um það opinherlega, að nú ætti að renna upp nýtt tímahil jafnréttis milli Banda- ríkjanna og Japans. Tíu dögum áður en Kishi myndaði stjórn sína varð Douglas Mac-Arthur, náfrændi Mac Arthurs hershöfðingja, sendiherra Bandaríkjanna í Tokyo. Átti hann að vera boðberi fullra sátta milli þjóðar sinnar og Japana. Nokkru síðar fór Kishi í heimsókn til Eisenhowers; lýstu þeir samstöðu gegn hinum al- þjóðlega kommúnisma svo og því að sambúð ríkja þeirra skyldi byggjast á jafnrétti. Nefnd var skipuð til þess að endurskoða varnar- og öryggissátt- málann frá 1951. Báðir lýstu þeir yf- ir því, að sáttmálinn hefði aðeins ver- ið gerður til bráðabirgða. Eisenhow- er fagnaði því áformi japönsku stjórnarinnar að efla landvarnir og sagði að setuliði Bandaríkjanna þar yrði fækkað i sama hlutfalli og varnir Japana efldust; um Ryukyueyjar og Bonineyjar stæði allt við sama meðan stríðshætta væri, en þeirra eyja kröfð. ust Japanar. Þrátt fyrir mótstöðu her- málaráðuneytis Bandaríkjanna var setuliðinu í Japan fækkað mjög. Með þessum aðgerðum vonaði Kishi-stjórnin að geta aukið fylgi sitt 268
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.