Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 45
RANNSÓKNIN skyrtunni minni og tróð henni upjo í mig. Síðan byrjuðu pyndingarnar aftur. Eg beit af öllum kröftum í léreftið sem ég hafði milli lannanna, og mér fannst næstum léttir að því. Allt í einu var því líkast sem villidýr væri farið að rífa í sig hold mitt. Ja. . ., sem alltaf brosti fyrir ofan mig, hafði fest klemmunni við kynfærin. Svifting- arnar af raflostunum urðu nú svo miklar að ólin losnaði af öðrum fætinum á mér. Þeir stönzuðu til að binda hana aftur, og síðan var haldið áfrm. Eftir nokkra stund leysti undirforinginn Ja.. . af hólmi. Hann vatt þráð af klemmunni og hreyfði hann þvert um brjóstið á mér. Ég nötraði allur af tauga- titringi, sem jókst og jókst, og áfram var haldið. Vatni var hellt yfir mig til að magna strauminn, og í hléunum milli lostanna skalf ég af kulda. í kringum mig sátu þeir á hermannatöskunum, Cha.. . og vinir hans, og svolgruðu í sig bjór úr flöskum. Ég beit fast í klæðið til að sigrast á krampakippunum, sem fóru um allan líkama minn, en árangurslaust. Loksins hættu þeir. „Svona, leysið hann.“ Fyrsti „fundurinn“ var á enda. Ég stóð reikandi á fætur, fór í buxurnar mínar og jakkann. Ir. .. stóð fyrir framan mig. Bindið mitt var á borðinu. Hann tók það, hnýtti því eins og reipi um háls mér og teymdi mig við mikinn fögnuð eins og hann væri að teyma hund á eftir sér inn í næstu skrifstofu. „Jæja,“ sagði hann, „svo þetta nægir ekki? Þér verður ekki sleppt. A hnén með þig.“ Hann greiddi mér roknahögg með bjarnarhrömmum sínum. Ég féll á hnén, en megnaði ekki að halda mér uppréttum. Ég riðaði ýmist til vinstri eða hægri: höggin, sem Ir. . . rak mér, réttu mig af, þegar þau hrundu mér ekki í gólfið: „Jæja, sagði hann, ætlarðu að tala? Þú ert búinn að vera, skil- urðu það. Þú ert sama sem dauður.“ „Látið Audin koma hingað,“ sagði Cha... „Hann er í hinni byggingunni.“ Ir. .. hélt áfram að berja mig, en hinn sat á borði og horfði á. Gleraugun voru fyrir löngu dottin af mér. Þetta var mér óraunverulegt eins og martröð. Nær- sýni mín jók enn á þá tilfinningu, en ég reyndi að berjast gegn henni, því að ég óttaðist að viljaþrek mitt brysti. „Audin, segið honum hvað bíður hans. Bjargið honum frá samskonar skelf- ingum og þér kynntust í gærkvöldi!“ Það var Cha... sem talaði. Ir. . . lyfti höfði mínu. Fyrir ofan mig sá ég fölt og æðislegt andlitið á vini mínum Audin horfa á mig, þarna sem ég vaggaði á hnjánum. „Nú nú, talið þér við hann,“ sagði Cha... „Það er hart, Henri,“ sagði Audin. Og það var farið með hann út aftur. Skyndilega lyfti Ir... mér upp. Hann 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.