Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 45
RANNSÓKNIN
skyrtunni minni og tróð henni upjo í mig. Síðan byrjuðu pyndingarnar aftur.
Eg beit af öllum kröftum í léreftið sem ég hafði milli lannanna, og mér fannst
næstum léttir að því.
Allt í einu var því líkast sem villidýr væri farið að rífa í sig hold mitt. Ja. . .,
sem alltaf brosti fyrir ofan mig, hafði fest klemmunni við kynfærin. Svifting-
arnar af raflostunum urðu nú svo miklar að ólin losnaði af öðrum fætinum á
mér. Þeir stönzuðu til að binda hana aftur, og síðan var haldið áfrm.
Eftir nokkra stund leysti undirforinginn Ja.. . af hólmi. Hann vatt þráð af
klemmunni og hreyfði hann þvert um brjóstið á mér. Ég nötraði allur af tauga-
titringi, sem jókst og jókst, og áfram var haldið. Vatni var hellt yfir mig til að
magna strauminn, og í hléunum milli lostanna skalf ég af kulda. í kringum
mig sátu þeir á hermannatöskunum, Cha.. . og vinir hans, og svolgruðu í sig
bjór úr flöskum. Ég beit fast í klæðið til að sigrast á krampakippunum, sem
fóru um allan líkama minn, en árangurslaust.
Loksins hættu þeir. „Svona, leysið hann.“ Fyrsti „fundurinn“ var á enda.
Ég stóð reikandi á fætur, fór í buxurnar mínar og jakkann. Ir. .. stóð fyrir
framan mig. Bindið mitt var á borðinu. Hann tók það, hnýtti því eins og reipi
um háls mér og teymdi mig við mikinn fögnuð eins og hann væri að teyma
hund á eftir sér inn í næstu skrifstofu.
„Jæja,“ sagði hann, „svo þetta nægir ekki? Þér verður ekki sleppt. A hnén
með þig.“ Hann greiddi mér roknahögg með bjarnarhrömmum sínum. Ég féll
á hnén, en megnaði ekki að halda mér uppréttum. Ég riðaði ýmist til vinstri
eða hægri: höggin, sem Ir. . . rak mér, réttu mig af, þegar þau hrundu mér
ekki í gólfið: „Jæja, sagði hann, ætlarðu að tala? Þú ert búinn að vera, skil-
urðu það. Þú ert sama sem dauður.“
„Látið Audin koma hingað,“ sagði Cha... „Hann er í hinni byggingunni.“
Ir. .. hélt áfram að berja mig, en hinn sat á borði og horfði á. Gleraugun voru
fyrir löngu dottin af mér. Þetta var mér óraunverulegt eins og martröð. Nær-
sýni mín jók enn á þá tilfinningu, en ég reyndi að berjast gegn henni, því að
ég óttaðist að viljaþrek mitt brysti.
„Audin, segið honum hvað bíður hans. Bjargið honum frá samskonar skelf-
ingum og þér kynntust í gærkvöldi!“ Það var Cha... sem talaði. Ir. . . lyfti
höfði mínu. Fyrir ofan mig sá ég fölt og æðislegt andlitið á vini mínum Audin
horfa á mig, þarna sem ég vaggaði á hnjánum.
„Nú nú, talið þér við hann,“ sagði Cha...
„Það er hart, Henri,“ sagði Audin.
Og það var farið með hann út aftur. Skyndilega lyfti Ir... mér upp. Hann
283