Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 67
NOLDUR Hvers vegna ferð þú þá ekki? Kannske þú yrðir fljótari. Það er ekki í mínum verkahring, sagði konan og tók aftur upp sleggjuna og fleyginn eins og hún ætlaði að halda áfram að reyna að koma honum í tréð, en lét þau svo bæði síga. Það er ekkert fremur i mínum verkahring en þínum ætla ég bara að segja þér. Ef það er í þínum verkahring, eins og þú segir, að ná í þetta korn þitt og sleppa honum út, er það alveg eins þitt að sækja hann. Þó ég hafi gert það hingað til þegjandi og hljóðalaust. Konan gaf frá sér fyrirlitningarhnuss. Ja, svei. Varst það ekki þú, sem keyptir hann? Er hann ekki þinn hundur? Jú, og hvað um það? Er það einhver afsökun fyrir þig að sleppa honum út? Er það þá ekki þín skylda að gæta hans? Hvers konar vitleysis þrjózka er þetta í þér! Það er mín skylda að gæta hans á meðan hann er með mér, og það geri ég líka. Og það er líka gæzla í að loka hann inni í kofanum, ef þú skilur það. Nema þú sért svo hugsunarlaus að þú vitir ekki hvað þú ert að gera. Maðurinn horfði á hnakkann á konunni, sem sat á trénu. Þrjózkuhaus! Ætlarðu að halda áfram við þetta, eða hvað? spurði konan og reis upp á ný og stóð hokin yfir trénu með sleggjuna og fleyginn í sitt hvorri hendi og beið. Nema þú hafir gaman af að sjá mig eltast við óþarfa hluti. Það væri svo sem eftir þér og öðrum þrjózkukindum eins og þér. En ég verð bara að segja það, að það er aumt gaman og lítilmótlegt. Ætlarðu að halda áfram eða ég er farin. En maðurinn ætlaði ekki að halda áfram. Þú hefur kannske gaman af að sjá manninn þinn gera sig að fífli í augum annarra. Hvað heldurðu að fólk haldi niðri í þorpi þegar ég er alltaf að leita að hundinum. Það heldur víst að ég sé ekki mikill fjármaður. Hvað varðar mig um það, hreitti konan út úr sér. Þarna er þér rétt lýst. Hvað heldurðu að þig varði um það þó maðurinn þinn sé gerður að athlægi! Nei, þér er víst hjartanlega sama, ef ég þekki þig rétt. Og þarf ekki að þekkja þig. Enda ertu nýbúin að viðurkenna það. En það eru áreiðanlega fleiri en ég, sem sjá í gegnum þig og vita hvernig þú ert. Fólk er nú ekki svo blint. Það sér í gegnum aðra eins manneskju eins og þig. Ætlarðu að halda áfram? spurði konan á ný. Ætlar þú að halda áfram að gera það, sem þú gerir? Ég er þá farin. Ég nenni ekki að standa í þessu lengur. TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAIÍ 305 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.