Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAR hlandið úr þér.“ Fyrir framan augun á mér eða við eyrað á mér hellti hann vatni í flöskuna og endurtók: „Þú talar og þú færð að drekka ... þú talar og þú færð að drekka.“ Hann opnaði varirnar á mér með flöskustútnum. Hann hafði ekki hellt í hana nema nokkrum sopum, og ég sá ferskt vatnið gutla á botnin- um, en gat ekki náð einum dropa. Ir . . . hló rétt við andlitið á mér að árang- urslausu striti mínu.,,Segið strákunum að koma og sjá raunir Tantaloss,“sagði hann í gamantóni. Aðrir fallhlífarhermenn hirtust i dyrunum, og þrátt fyrir kröm mína lyfti ég liöfðinu og neitaði að horfa á vatnið, til að unna ekki hrott- um þessum að liafa þjáningar mínar sér til skemmtunar. „Ah! maður er nú ekki svona bölvaður. Maður gefur þér nú samt að drekka.“ Og hann har flöskuna barmafulla upp að vörum mér. Ég hikaði við. Þá klemmdi hann saman á mér nasirnar, ýtti höfðinu á mér aftur á hak og hellti úr flöskunni ofan í kokið: Það var brimsalt vatn. Þegar þeir höfðu enn látið mig einan i nokkrar mínútur eða nokkrar klukkustundir, kom De . . . kapteinn. Með honum voru Lo .. ., Ir . .. og stóri íallhlífarhermaðurinn sem hafði tekið þátt í starfinu á miðvikudaginn. Þeir ýttu mér upp að vegg, og Lo .. . festi klemmurnar við eyrað á mér og einn fingurinn. Við hverl lost tók ég viðbragð, en án þess að hljóða, því ég var orðinn hérumbil jafn tilfinningalaus og vél. De . .. gaf honum merki um að hælta. Hann sat á hermannatösku rélt hjá mér. Hann reykti og talaði, en rödd hans var afarmild og ólík öskrunum í hinum, sem enn hljómuðu fyrir eyrum mér. Hann lét móðan mása um hitt og þetta, sem virtist ekki skipta neinu máli eða vera í neinu samhandi við þær spurningar, sem frá upphafi hafði verið klifað á við mig. Meðal annars spurði hann, hvort mörg blöð væru aðilar að Blaða- mannafélaginu. Ég hefði verið fús til að svara honum, en ég varð að reyna mikið á mig lil að bæra þurrar og harðar varirnar, og úr barka mér kom aðeins hljómlaust hvískur. Ég reyndi með erfiðisinunum að telja upp nokkur blaðaheiti, þegar hann spurði, eins og það væri rökrétt framhald af hinum spurningunum: „Og Audin, hann er góður félagi, er það ekki?“ Þetta var eins og hættumerki: Ég skildi, að hann ætlaði sér að leiða mig grunlausan frá einu til annars þangað til ég færi að tala um það, sem honum lék hugur á. í sljó- leikanum, sem barsmíðar og pyndingar höfðu leitt yfir mig, var ein hugsun skýr: að ég skyldi ekki segja þeim neitt, ekki hjálpa þeim á neinn hátt. Ég opnaði ekki framar munninn. I sama bili missti De .. . þolinmæðina. Hann reisti sig og fór að berja mig í andlitið svo sem kraftar leyfðu. Höfuðið á mér riðaði frá einni hlið til ann- 292
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.