Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
hlandið úr þér.“ Fyrir framan augun á mér eða við eyrað á mér hellti hann
vatni í flöskuna og endurtók: „Þú talar og þú færð að drekka ... þú talar og þú
færð að drekka.“ Hann opnaði varirnar á mér með flöskustútnum. Hann hafði
ekki hellt í hana nema nokkrum sopum, og ég sá ferskt vatnið gutla á botnin-
um, en gat ekki náð einum dropa. Ir . . . hló rétt við andlitið á mér að árang-
urslausu striti mínu.,,Segið strákunum að koma og sjá raunir Tantaloss,“sagði
hann í gamantóni. Aðrir fallhlífarhermenn hirtust i dyrunum, og þrátt fyrir
kröm mína lyfti ég liöfðinu og neitaði að horfa á vatnið, til að unna ekki hrott-
um þessum að liafa þjáningar mínar sér til skemmtunar.
„Ah! maður er nú ekki svona bölvaður. Maður gefur þér nú samt að
drekka.“ Og hann har flöskuna barmafulla upp að vörum mér. Ég hikaði við.
Þá klemmdi hann saman á mér nasirnar, ýtti höfðinu á mér aftur á hak og
hellti úr flöskunni ofan í kokið: Það var brimsalt vatn.
Þegar þeir höfðu enn látið mig einan i nokkrar mínútur eða nokkrar
klukkustundir, kom De . . . kapteinn. Með honum voru Lo .. ., Ir . .. og stóri
íallhlífarhermaðurinn sem hafði tekið þátt í starfinu á miðvikudaginn. Þeir
ýttu mér upp að vegg, og Lo .. . festi klemmurnar við eyrað á mér og einn
fingurinn. Við hverl lost tók ég viðbragð, en án þess að hljóða, því ég var
orðinn hérumbil jafn tilfinningalaus og vél. De . .. gaf honum merki um að
hælta.
Hann sat á hermannatösku rélt hjá mér. Hann reykti og talaði, en rödd hans
var afarmild og ólík öskrunum í hinum, sem enn hljómuðu fyrir eyrum mér.
Hann lét móðan mása um hitt og þetta, sem virtist ekki skipta neinu máli eða
vera í neinu samhandi við þær spurningar, sem frá upphafi hafði verið klifað
á við mig. Meðal annars spurði hann, hvort mörg blöð væru aðilar að Blaða-
mannafélaginu. Ég hefði verið fús til að svara honum, en ég varð að reyna
mikið á mig lil að bæra þurrar og harðar varirnar, og úr barka mér kom
aðeins hljómlaust hvískur. Ég reyndi með erfiðisinunum að telja upp nokkur
blaðaheiti, þegar hann spurði, eins og það væri rökrétt framhald af hinum
spurningunum: „Og Audin, hann er góður félagi, er það ekki?“ Þetta var eins
og hættumerki: Ég skildi, að hann ætlaði sér að leiða mig grunlausan frá einu
til annars þangað til ég færi að tala um það, sem honum lék hugur á. í sljó-
leikanum, sem barsmíðar og pyndingar höfðu leitt yfir mig, var ein hugsun
skýr: að ég skyldi ekki segja þeim neitt, ekki hjálpa þeim á neinn hátt. Ég
opnaði ekki framar munninn.
I sama bili missti De .. . þolinmæðina. Hann reisti sig og fór að berja mig
í andlitið svo sem kraftar leyfðu. Höfuðið á mér riðaði frá einni hlið til ann-
292