Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 87
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ
það sama og verkamenn Pútílofverk-
smiðjunnar, — en hann hugsar það
af dæmafáum krafti.
Majakovskí gerði allt sem hann gat
fyrir hið unga sósíalistíska lýðveldi
og menningu þess. Aróöursspjöld
Rosta voru aðeins lítilfjörleg byrjun.
011 starfsár sín skrifar hann tugi og
hundruð ljóða, sem gegna þessu sama
markmiði. Hann formælir í mörgum
mergjuðum orðsendingum hræsnis-
fullum stjórnmálamönnum vesturs-
ins. Hann fer hamförum gegn mútu-
þægni, skriffinnsku og drykkjuskap.
Nýríka braskara Nep-tímanna og
kirkjunnar misdyggðuga þjóna mal-
ar liann mélinu smærra. Hann treður
í jörð niður þann Ivanof, sem alltaf
er að vinna sig í gott sovézkt álit.
Hann útskýrir fyrir almenningi ýms-
ar ráðstafanir flokks og stjórnar, til
dæmis hvað bændur græði á nýju
skattafyrirkomulagi (sjá kvæðið Til-
skipun um skatta aj korni, kartöjlum
og sólblómsjrœjum). Hann lofsyngur
hreinlæti í nýjum verkamannabústöð-
um og fyrstu vatnsaflsrafstöðvarnar.
Hann útlistar bændum gagnsemi flug-
véla í baráttu við meindýr. Hann hef-
ur í frannni áróður fyrir sölu ríkis-
skuldabréfa. Hann gerir það jafnvel
sér til gamans að semja auglýsingar í
Ijóðum, auglýsir kennsluhækur,
gúmmískó, túttur og sælgæti. Enginn
gæti með jafngóðri samvizku og
Majakovskí tekið undir orð Dags Sig-
urðarsonar: skáldskapur ætti að
stuðla að góðæri. Og það sem mestu
máli skiptir: Majakovskí tókst að
finna hið rétta orð, hið óvenjulega,
sterka orð til að segja hug sinn um
vandamál tímans.
Við skulum rétt minnast á einn
þátt í starfi skáldsins: útbreiðslustarf-
semi. Majakovskí harðist eins og ljón
fyrir því að orð hans, sannleikur hans
næði sem fyrst eyrum þjóðarinnar og
alls heimsins. Hann hélt upplestrar-
kvöld um öll Sovétríkin, hélt stuttar
þrumuræður um hina nýju list, las
ljóð, svaraði spurningum. Hann las
ágætlega, rödd hans var mikil og auð-
ug og orðheppni hans frábær i orða-
skaki við andstæðinga sem voru
margir. Þessi kvöld eru jafnan vafin
helgiljóma í endurminningum sam-
tíðarmanna. Majakovskí ferðaðisl
einnig mikið erlendis. Hann segir frá
og les upp kvæði fyrir róttæka rússa
og gyðinga i Bandaríkjunum, einnig
tékka og pólverja. Hann spjallar við
myndlistarmenn í Mexíkó og Frakk-
landi: Diego Rivera, Picasso, Léger,
Delaunay, einnig rithöfundinn Coc-
teau. Allt þetta fólk átti um marga
hluti svipaðar skoðanir og Majakov-
skí, umræðugrundvöllur var ágætur.
í ferðapistlum frá Parísarferðinni
segir skáldið það aðeins vera lítils-
háttar tímaspursmál hvenær Gontsja-
rova og Larionof snúi heim til Rúss-
lands.
Majakovskí orti mikið um þessi
ferðalög og það er vert að geta þess,
325