Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 35
ÍIENRI ALLEG Rannsóknin (La Question) (Frásögn sú sem hér fer á eftir kom á prent í febrúar 1958, útgefandi Editions de Minuit, París. Kverið var að vísu gert upptækt nokkrum vikum síðar, en þá höfðu þegar selzt 60.000 eintök; síðan hafa verið prentaðar nýjar útgáfur, sem hafa verið látnar af- skiptalausar af yfirvöldunum. La Question, eins og frásögnin heitir á frönsku, hafði þegar síðast fréttist verið þýdd á sautján tungumál. Iföfundur frásagnarinnar, Henri Alleg, er Alsírbúi. lfann er félagi í kommúnistaflokki Alsír og var frá 1950 til 1955 ritstjóri blaðsins Alger Républicain. Kommúnistaflokkur Alsír var bannaður árið 1955, og um leið var útgáfa blaðsins stöðvuð með valdboði. Alger Républicain var, samkvæmt útgefendum Rannsóknarinnar, eina dagblaðið f Algeirsborg sem var „opið öllum lýðræðislegum og þjóðlegum alsírskum skoðunum". Það sem eftir var ársins 1955 og fram á árið 1956 lét Henri Alleg ekkert ógert til að fá útgáfubanninu aflétt, tók sér meðal annars nokkrum sinnum ferð á hendur til Parísar að tala máli blaðs- ins við þáverandi ráðherra. I nóvember 1956 er hinsvegar gefin út handtökuskipun gegn Alleg og fleiri starfsmönn- um blaðs hans. Eftir það fer hann huldu höfði unz hann er handtekinn, í júní 1957. Þá hefst frásögn hans. — Orlög Henri Allegs eru í hugum almennings víða um heim ekki aðgreind frá örlögum vinar hans Maurice Audins. Maurice Audin var kennari í stærðfræði við háskólann í Algeirsborg, félagi í kommúnistaflokki Alsír eins og Alleg. Hann var handtekinn degi fyrr en Alleg, eins og hinn síðarnefndi skýrir frá. Samkvæmt herstjórninni í Alsír tókst honum að flýja úr höndum fallhlífahermannanna 21. júlí, þegar þeir voru að flytja hann í bíl milli bækistöðva. Sú saga virtist þó ótrúleg, menn ráku sig á ýmiskonar ósamkvæmni og veilur í skýrslum liðsforingjanna um atburðinn. Innan skamms barst sá kvittur út að Audin hefði verið pyndaður og í rauninni látizt í höndum pyndaranna; síðan hefði „flótt- inn“ verið settur á svið, jafnvel fenginn hermaður til að leika hlutverk Audins og hlaupa úr jeppanum þegar hann hafði stöðvazt vegna lítilsháttar „bilunar“. ,Þella mál vakti þegar mikla ólgu í Frakklandi, og einkum meðal háskólakcnnara. Audin var sýndur sá óvenjulegi heiðursvottur að doktorsritgerð hans, sem hann hafði lokið við að mestu fyrir handtökuna, var tekin gild til varnar við vísindadeild Parísar- háskóla, að honum horfnum, í desember 1957. Um sama leyti var stofnuð meðal háskóla- manna „Maurice-Audin-nefndin“, sem síðan hefur unnið að því að upplýsa málið og krafizt þess að böðlar Audins yrðu látnir sæta ábyrgð og dregnir fyrir dómstóla. Dóms- TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 273 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.