Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 86
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Nú hófst mikill annatími hjá skáld-
inu. Majakovskí tekur þátt í blaða-
og tímaritaútgáfu, skrifar fyrir kvik-
myndaver, skrifar ljóð, leikrit, áróð-
ursspjöld, tekur þátt í endalausum
umræðum um list og byltingu. Af-
staða hans var ósköp einföld og
ákveðin: að vinna kommúnismanum
r.llt það gagn sem hann mátti. Og
hann hvetur aðra til að fylgja sínu
fordæmi:
Félagar!
Ut á götuvígin!
götuvígi lijartna og sálna
segir hann í kvæðinu Tilskipun til
listahersins (1918).
Reyndar yrkir Majakovskí ekki
mikið af ljóðum á árunum 1917—
1921. Það var mikill pappírsskortur
í landinu, oft ótrúlega erfitt að herja
út nokkrar arkir til að prenta á Ijóða-
kver. Kaffihús koniu þá í stað pappírs
í dreifingu andlegra afurða, einnig
gekk mikið af kvæðum manna á milli
í handritum. Majakovskí gat ekki
sætt sig við svoleiðis ástand, og hann
finnur nýja leið til að ná eyrum og
augum fjöldans. Hann gengur í þjón-
ustu fréttastofunnar ROSTA og sem-
ur fyrir hana áróðursspjöld, skrifar
lexta, teiknar myndir. Þetta eru skop-
myndir og ádeiluvísur á hvítliðagen-
erála, kapítalista, erkibiskupa, vest-
ræna stjórnmálamenn, liðhlaupa,
landabruggara. Einnig hvatningar-
orð til þeirra sem berjast við óvina-
heri, spekúlanta, ólæsi og hungurs-
neyð í Volguhéruðunum. Þessar vís-
ur eru ekki sérlega merkilegur skáld-
skapur, en oft má í þeim finna dá-
góða orðheppni, hugkvæma notkun
þjóðlegra ferskeytlna og orðskviða.
Líklega hefur aldrei verið uppi
skáld sem var jafn ástríðufullur og
Majakovskí og jafn samkvæmur sjálf-
um sér í þeim vilja, að verða ákveðn-
um málstað, ákveðinni hugsjón að
liði. Hann tók byltingunni opnum
örmum, eins og áður segir, enda
hafði hann allar forsendur til þess:
hann hafði alla ævi hatað þjóðfélag
borgara, keisara og klerka. En það er
ekki nóg að segja, að hann hafi tekið
byltingunni opnum örmum, fagnað
henni; hann tók henni skilyrðislaust.
Hann var með öllu laus við þær
áhyggjur út af örlögum andlegra
verðmæta, sem svo mjög hrjáðu
marga ágæta rússneska menntamenn
um þessar mundir. Og ekki ásóttu
hann heldur neinar dulfræðilegar til-
hneigingar til að nefna byltinguna
jarðarbruna, alheimshreinsun, hold-
tekningu rússneskrar þjóðarvitundar
eða eitthvað þessháttar. Afstaða hans
er alveg frí við „menntamennsku“ —
í víðri merkingu þess orðs. Maja-
kovskí verður því aðeins skilinn sé
það haft í huga, að hann tekur bylt-
ingunni nákvæmlega eins og hver
annar skynugur verkamaður. Þetta er
mín bylting og svo tölum við ekki
meira um það. Majakovskí hugsar
324