Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 86
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Nú hófst mikill annatími hjá skáld- inu. Majakovskí tekur þátt í blaða- og tímaritaútgáfu, skrifar fyrir kvik- myndaver, skrifar ljóð, leikrit, áróð- ursspjöld, tekur þátt í endalausum umræðum um list og byltingu. Af- staða hans var ósköp einföld og ákveðin: að vinna kommúnismanum r.llt það gagn sem hann mátti. Og hann hvetur aðra til að fylgja sínu fordæmi: Félagar! Ut á götuvígin! götuvígi lijartna og sálna segir hann í kvæðinu Tilskipun til listahersins (1918). Reyndar yrkir Majakovskí ekki mikið af ljóðum á árunum 1917— 1921. Það var mikill pappírsskortur í landinu, oft ótrúlega erfitt að herja út nokkrar arkir til að prenta á Ijóða- kver. Kaffihús koniu þá í stað pappírs í dreifingu andlegra afurða, einnig gekk mikið af kvæðum manna á milli í handritum. Majakovskí gat ekki sætt sig við svoleiðis ástand, og hann finnur nýja leið til að ná eyrum og augum fjöldans. Hann gengur í þjón- ustu fréttastofunnar ROSTA og sem- ur fyrir hana áróðursspjöld, skrifar lexta, teiknar myndir. Þetta eru skop- myndir og ádeiluvísur á hvítliðagen- erála, kapítalista, erkibiskupa, vest- ræna stjórnmálamenn, liðhlaupa, landabruggara. Einnig hvatningar- orð til þeirra sem berjast við óvina- heri, spekúlanta, ólæsi og hungurs- neyð í Volguhéruðunum. Þessar vís- ur eru ekki sérlega merkilegur skáld- skapur, en oft má í þeim finna dá- góða orðheppni, hugkvæma notkun þjóðlegra ferskeytlna og orðskviða. Líklega hefur aldrei verið uppi skáld sem var jafn ástríðufullur og Majakovskí og jafn samkvæmur sjálf- um sér í þeim vilja, að verða ákveðn- um málstað, ákveðinni hugsjón að liði. Hann tók byltingunni opnum örmum, eins og áður segir, enda hafði hann allar forsendur til þess: hann hafði alla ævi hatað þjóðfélag borgara, keisara og klerka. En það er ekki nóg að segja, að hann hafi tekið byltingunni opnum örmum, fagnað henni; hann tók henni skilyrðislaust. Hann var með öllu laus við þær áhyggjur út af örlögum andlegra verðmæta, sem svo mjög hrjáðu marga ágæta rússneska menntamenn um þessar mundir. Og ekki ásóttu hann heldur neinar dulfræðilegar til- hneigingar til að nefna byltinguna jarðarbruna, alheimshreinsun, hold- tekningu rússneskrar þjóðarvitundar eða eitthvað þessháttar. Afstaða hans er alveg frí við „menntamennsku“ — í víðri merkingu þess orðs. Maja- kovskí verður því aðeins skilinn sé það haft í huga, að hann tekur bylt- ingunni nákvæmlega eins og hver annar skynugur verkamaður. Þetta er mín bylting og svo tölum við ekki meira um það. Majakovskí hugsar 324
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.