Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 29
FORRÆÐIÐ í AUSTÚR-ASÍU væri beint gegn Ráðstjórnarríkjun- um og Kínverska alþýðulýðveldinu. Hann krafðist þess að Japanar viður- kenndu yfirráð Kínverja yfir Man- chúríu, Taiwan og Fiskimannaeyjum og Ráðstjórnarríkjanna yfir Suður- Sakhalin og Kurileyjum, en að Japan- ar fengju Ryukyueyjar og Bonineyjar — sem Bandaríkin ætluðu sér. — Allt hernámslið skyldi hverfa frá Japan innan 90 daga; Japanar skyldu greiða skaðahætur. Friðarsamningurinn var undirrit- aður af 48 ríkjum. Meðal þeirra voru hvorki Ráðstjórnarríkin, Pólland, Tékkóslóvakía né Indland. Með hon- um var hernámi Japans lokið að forminu til, og japanska ríkið hafði öðlazt fullveldi — að nafninu til. Sama daginn sem friðarsamningur- inn var undirritaður —- 30. sept. 1951 — var einnig undirritaður varnar- og öryggissáttmáli milli Jap- ans og Bandarikjamanna. Samkvæmt honum skyldu Bandaríkjamenn halda setulið í Japan landinu til varnar og máttu beita þeim her eins og þeir vildu. Japan var því rígbundið Bandaríkjunum einkum á sviði her- mála og utanríkismála. Engu öðru ríki máttu Japanar leyfa að hafa setu- lið í landi sínu nema með samþykki Bandaríkjamanna. Samningur þessi var mikill sigur fyrir Bandaríkin. Út frá bækistöðv- unum í Japan gátu þeir herjað hvert sem þeir vildu og beitt hvaða vopnum sem þeim sýndist. Setulið sitt gátu þeir líka notað til að halda niðri and- stæðingum sínum í landinu sjálfu. Raunverulegt sjálfstæði Japana gagn- vart Bandaríkjunum var því harla lítið, enda bryddi fljótt á óánægju með samninginn ekki einungis meðal sósíalista og annarra vinstrimanna heldur og margra annarra, sem þótti þjóðinni misboðið með því að gera Japan — land hinnar upprennandi sólar — að leppríki Bandaríkjanna. Eftir að Kóreustríðið skall á fóru Bandaríkjamenn að gangast fyrir því að Japanar stofnuðu her, sem kallað- ist sjálfsvarnarlið (self defense for- ces). Þetta tiltæki sýnir betur en flest annað, að stefna þeirra gagnvart Jap- an var gjörbreytt frá því árið 1946, þegar stjórnarskráin var sett með ráði hernámsyfirvaldanna. Nú knúðu þeir Japana til að þverbrjóta mikilvæg- ustu grein þessarar stjórnarskrár, er bannaði hvers konar hervæðingu. Hervæðingin, sem síðan hefur verið sífellt aukin, er mjög óvinsæl, einkum af vinstri mönnum í Japan. Þeim var það ljóst, að með því tiltæki var ver- ið að endurvekja hernaðarstefnuna þar, og óttuðust því að herinn yrði verkfæri afturhalds og Bandarikja- leppa og svipa á almúgann. Auk þess voru hans vegna lagðar þungar skatta- byrðar á þjóðina. Fleiri og fleiri tóku að fylgja hlutleysisstefnu, er þeir glöggvuðu sig á því hve óhagstætt það var fyrir Japan að fylgja Bandaríkja- 267
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.