Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 29
FORRÆÐIÐ í AUSTÚR-ASÍU
væri beint gegn Ráðstjórnarríkjun-
um og Kínverska alþýðulýðveldinu.
Hann krafðist þess að Japanar viður-
kenndu yfirráð Kínverja yfir Man-
chúríu, Taiwan og Fiskimannaeyjum
og Ráðstjórnarríkjanna yfir Suður-
Sakhalin og Kurileyjum, en að Japan-
ar fengju Ryukyueyjar og Bonineyjar
— sem Bandaríkin ætluðu sér. —
Allt hernámslið skyldi hverfa frá
Japan innan 90 daga; Japanar skyldu
greiða skaðahætur.
Friðarsamningurinn var undirrit-
aður af 48 ríkjum. Meðal þeirra voru
hvorki Ráðstjórnarríkin, Pólland,
Tékkóslóvakía né Indland. Með hon-
um var hernámi Japans lokið að
forminu til, og japanska ríkið hafði
öðlazt fullveldi — að nafninu til.
Sama daginn sem friðarsamningur-
inn var undirritaður —- 30. sept.
1951 — var einnig undirritaður
varnar- og öryggissáttmáli milli Jap-
ans og Bandarikjamanna. Samkvæmt
honum skyldu Bandaríkjamenn halda
setulið í Japan landinu til varnar og
máttu beita þeim her eins og þeir
vildu. Japan var því rígbundið
Bandaríkjunum einkum á sviði her-
mála og utanríkismála. Engu öðru
ríki máttu Japanar leyfa að hafa setu-
lið í landi sínu nema með samþykki
Bandaríkjamanna.
Samningur þessi var mikill sigur
fyrir Bandaríkin. Út frá bækistöðv-
unum í Japan gátu þeir herjað hvert
sem þeir vildu og beitt hvaða vopnum
sem þeim sýndist. Setulið sitt gátu
þeir líka notað til að halda niðri and-
stæðingum sínum í landinu sjálfu.
Raunverulegt sjálfstæði Japana gagn-
vart Bandaríkjunum var því harla
lítið, enda bryddi fljótt á óánægju
með samninginn ekki einungis meðal
sósíalista og annarra vinstrimanna
heldur og margra annarra, sem þótti
þjóðinni misboðið með því að gera
Japan — land hinnar upprennandi
sólar — að leppríki Bandaríkjanna.
Eftir að Kóreustríðið skall á fóru
Bandaríkjamenn að gangast fyrir því
að Japanar stofnuðu her, sem kallað-
ist sjálfsvarnarlið (self defense for-
ces). Þetta tiltæki sýnir betur en flest
annað, að stefna þeirra gagnvart Jap-
an var gjörbreytt frá því árið 1946,
þegar stjórnarskráin var sett með ráði
hernámsyfirvaldanna. Nú knúðu þeir
Japana til að þverbrjóta mikilvæg-
ustu grein þessarar stjórnarskrár, er
bannaði hvers konar hervæðingu.
Hervæðingin, sem síðan hefur verið
sífellt aukin, er mjög óvinsæl, einkum
af vinstri mönnum í Japan. Þeim var
það ljóst, að með því tiltæki var ver-
ið að endurvekja hernaðarstefnuna
þar, og óttuðust því að herinn yrði
verkfæri afturhalds og Bandarikja-
leppa og svipa á almúgann. Auk þess
voru hans vegna lagðar þungar skatta-
byrðar á þjóðina. Fleiri og fleiri tóku
að fylgja hlutleysisstefnu, er þeir
glöggvuðu sig á því hve óhagstætt það
var fyrir Japan að fylgja Bandaríkja-
267