Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
yður síðan þér fóruð í felur, hvaða fólk þér hafið hitt, hvað þér hafið haft fyr-
ir stafni ...“
Hann talaði í kurteislegum tón. Handjárnin höfðu verið leyst af mér. Eg
endurtók fyrir undirforingjana báða það sem ég hafði sagt við Cha. .. meðan
við ókum í bílnum: „Ég fór í felur til þess að verða ekki handtekinn, því að ég
vissi að ég gat átt von á fangelsisvist. Ég starfaði þá og starfa enn í þágu blaðs
míns. I því sambandi hef ég átt tal við Guy Mollet og Gérard Jacquet í París.
Meira hef ég ekki að segja ykkur. Ég skrifa ekki neitt og þið skuluð ekki setla
að ég segi til þeirra sem hafa haft djörfung til að hýsa mig.“
Foringjarnir litu hvor á annan. Þeir voru síbrosandi og sjálfsöruggir.
„Ég held að það sé ekki til neins að tefja tímann,“ sagði Cha. .. — Ir... var
á sama máli. í rauninni var ég einnig sama sinnis: ef átti að pína mig, hverju
skipti þá hvort það varð fyrr eða seinna? Og það var betra að mæta því versta
undireins heldur en að bíða eftir því.
Cha. .. tók símatólið: „Undirbúið starfssveit. Það er fyrir ,,stórlax“. og
segið Lo.. . að koma upp.“ — Eftir örskamma stund kom Lo. . . inn í herberg-
ið, tuttugu og fimm ára, lítill, dökkur á hörund, bjúgnefjaður með lágt enni.
Hann gekk til mín og sagði brosandi: ,,A! — Það er hann, sem er viðskipta-
vinurinn! Komið með mér!“ Ég gekk á undan honum. Á næstu hæð fyrir neð-
an fór ég inn í lítið herbergi vinstra megin við ganginn: eldhúsið í tilvonandi
íbúð. Þar var vaskur, kolaeldavél, en fyrir ofan hana reykhlíf, sem ekki var
enn búið að ganga frá, það var aðeins búið að koma fyrir málmgrindinni. Á
innsta veggnum var dyragluggi falinn bak við bættan pappa. Var því rökkur
í herberginu.
„Afklæðið yður,“ sagði Lo. . ., og þegar ég hlýddi ekki: „Ef þér viljið ekki
hlýða, verðið þér afklæddur með valdi.“
Á meðan ég fór úr fötunum voru fallhlífarhermenn stöðugt á ferðinni í
kringum mig og á göngunum, forvitnir að sjá „viðskiptavin“ Lo. . . Einn
þeirra, Ijóshærður maður sem talaði með Parísarhreim, stakk höfðinu inn um
rúðulausan rammann á hurðinni: „Nú, það er Frakki. Hann hefur gengið í lið
með rottunum á móti okkur? Þú ætlar að sjá um hann, ha!, Lo. . .!“
Lo. . . lagði nú á gólfið svarta viðarplötu, gegnsósa af vatni, skítuga og
límkennda eftir spýjur, sem aðrir „viðskiptavinir“ höfðu vafalaust skilið þar
eftir.
„Jæja, leggizt þér!“ Ég lagðist á plötuna. Með aðstoð annars manns reirði
Lo.. . úlnliði mína og fótleggi með leðurólum, sem festar voru í plötuna. Ég
sá Lo. .. standa yfir mér klofvega, fæturnir sinn hvoru megin við plötuna, á
280