Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 79
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ
myndir voru fjarlæg mínu lífi.“ Þetta
voru mjög eðlileg viðbrögð. Vissu-
lega var það ólíklegt að bláir skuggar
furðuheima symbólistanna, duttlunga-
fullt hugarflug þeirra svo og skraut-
legir fílabeinsturnar Balmonts, gætu
fundið sér stað í hjarta þessa unga
bolsévika sem átti í grimmum slag
við gráan veruleika. Og áhyggjulaus
fegurðardýrkun akmeista hlaut að
láta ósnortinn þennan lærisvein Marx,
sem tekið hafði þátt í háskalegri og
hetjulegri verkalýðsbaráttu. Frekar
hefði mátt búast við því, að Maja-
kovskí slægist í för með hinum rót-
tækari realistum. En þær bókmenntir
voru í öldudal, eins og áður segir, og
þar að auki hefði tryggð þessara
manna við bókmenntahefðir fælt upp-
reisnargjarna sál Majakovskís frá.
Þar að auki voru meðal hinna rót-
tæku höfunda engin ljóðskáld er
nokkurs væru verð; þeir voru vinnu-
menn hins óbundna máls.
En nú þegar svo virðist sem Maja-
kovskí ætti hvergi heima, þá vill hon-
um það til happs að hinn rússneski
fútúrismi er í fæðingu, og gerðist það
ekki með öllu án tilverknaðar Mari-
nettis hins ítalska, þótt örlög þessarar
bókmenntastefnu yrðu mjög ólík á
Ítalíu og Rússlandi. Nema hvað hér
er komin bókmenntastefna sem horf-
ir einungis fram á við en formælir
öllu því sem í þátíð má teljast, stefna
ósvífinna manna sem gera afdráttar-
laust tilkall til að vera hinir einu
sönnu túlkendur samtíðarinnar og
spámenn framtíðarinnar.
Rússneski fútúrisminn var flókin
stefna, sem sameinaði mörg ólik
skáld er skipuðu sér í ýmsa ólíka
hópa innan hans. Einhver athafna-
mesti flokkurinn var „Gílea“, þar
voru menn eins og Khlébnikof, Búr-
ljúk, Kamenskí og Majakovskí. Þess
má geta, að Pasternak hóf feril sinn
í fútúristískri klíku, sem nefndist
Centrifúga.
Þegar byltingar og frelsishreyfing-
ar hafa beðið ósigur og fátt annað
virðist framundan en ómerkilegir
glæpir, stöðnun og leiðindi, en örlög
þjóðar og einstaklinga eru ákveðin af
hinum makráða slétta borgara, stand-
andi traustum fótum á gulltryggðum
undirstöðum, hvað eiga ungir menn,
óþolinmóðir og uppreisnargjarnir þá
að gera? Þeir afneita með brauki og
bramli öllu því sem borgaranum er
nokkurs virði. Æðsta markmið verð-
ur að afneita í orði og verki lífi og
siðum borgarans. Þeir fást ekki við
gagnrýni beinlínis, þeir tilbiðja af-
neitunina sem hugsjón. Allt féll undir
hina alltmölvandi sleggju, sem þeir
sveifluðu yfir heiminn: guð almátt-
ugur, klassísk list stássstofunnar,
venjulegur fatnaður.
Rússneskir fútúristar nefndu ávarp
sitt: Smeklc almenniiigs gejið á
kjajtinn. Nafnið gefur til kynna eitt
höfuðeinkenni fútúrista: þeir voru
antiestetískir. Þeir vildu ekkert ó-
317