Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 79
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ myndir voru fjarlæg mínu lífi.“ Þetta voru mjög eðlileg viðbrögð. Vissu- lega var það ólíklegt að bláir skuggar furðuheima symbólistanna, duttlunga- fullt hugarflug þeirra svo og skraut- legir fílabeinsturnar Balmonts, gætu fundið sér stað í hjarta þessa unga bolsévika sem átti í grimmum slag við gráan veruleika. Og áhyggjulaus fegurðardýrkun akmeista hlaut að láta ósnortinn þennan lærisvein Marx, sem tekið hafði þátt í háskalegri og hetjulegri verkalýðsbaráttu. Frekar hefði mátt búast við því, að Maja- kovskí slægist í för með hinum rót- tækari realistum. En þær bókmenntir voru í öldudal, eins og áður segir, og þar að auki hefði tryggð þessara manna við bókmenntahefðir fælt upp- reisnargjarna sál Majakovskís frá. Þar að auki voru meðal hinna rót- tæku höfunda engin ljóðskáld er nokkurs væru verð; þeir voru vinnu- menn hins óbundna máls. En nú þegar svo virðist sem Maja- kovskí ætti hvergi heima, þá vill hon- um það til happs að hinn rússneski fútúrismi er í fæðingu, og gerðist það ekki með öllu án tilverknaðar Mari- nettis hins ítalska, þótt örlög þessarar bókmenntastefnu yrðu mjög ólík á Ítalíu og Rússlandi. Nema hvað hér er komin bókmenntastefna sem horf- ir einungis fram á við en formælir öllu því sem í þátíð má teljast, stefna ósvífinna manna sem gera afdráttar- laust tilkall til að vera hinir einu sönnu túlkendur samtíðarinnar og spámenn framtíðarinnar. Rússneski fútúrisminn var flókin stefna, sem sameinaði mörg ólik skáld er skipuðu sér í ýmsa ólíka hópa innan hans. Einhver athafna- mesti flokkurinn var „Gílea“, þar voru menn eins og Khlébnikof, Búr- ljúk, Kamenskí og Majakovskí. Þess má geta, að Pasternak hóf feril sinn í fútúristískri klíku, sem nefndist Centrifúga. Þegar byltingar og frelsishreyfing- ar hafa beðið ósigur og fátt annað virðist framundan en ómerkilegir glæpir, stöðnun og leiðindi, en örlög þjóðar og einstaklinga eru ákveðin af hinum makráða slétta borgara, stand- andi traustum fótum á gulltryggðum undirstöðum, hvað eiga ungir menn, óþolinmóðir og uppreisnargjarnir þá að gera? Þeir afneita með brauki og bramli öllu því sem borgaranum er nokkurs virði. Æðsta markmið verð- ur að afneita í orði og verki lífi og siðum borgarans. Þeir fást ekki við gagnrýni beinlínis, þeir tilbiðja af- neitunina sem hugsjón. Allt féll undir hina alltmölvandi sleggju, sem þeir sveifluðu yfir heiminn: guð almátt- ugur, klassísk list stássstofunnar, venjulegur fatnaður. Rússneskir fútúristar nefndu ávarp sitt: Smeklc almenniiigs gejið á kjajtinn. Nafnið gefur til kynna eitt höfuðeinkenni fútúrista: þeir voru antiestetískir. Þeir vildu ekkert ó- 317
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.