Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 61
NOLDUR
Eins og ég hef margoft sagt þér, ég væri búinn að höggva þær fyrir löngu
ef ég mætti ráða. Þessi kvikindi, sem aldrei gera annað en skemma og eyði-
leggja, bætti hann við fyrirlitlega.
Konan tók upp netaflækju, sem lá þarna og hún hafði greitt úr áður og
notað til að láta yfir götin, skar nú aftur úr henni bút og hnýtti möskvana
saman við stutta endann. Maðurinn stóð yfir henni og horfði á.
Ætli þú sért samt ekki nógu feginn að éta úr þeim eggin, enda þótt þú nenn-
ir aldrei að gera neitt fyrir þær.
Þegar hún var búin að hnýta möskvana saman, breiddi hún úr því og lagði
ofan á það spýtu og ofan á spýtuna nokkra steina.
Hvaða egg? sagði maðurinn. Ef þær verpa eitthvað, þá éta þær það marg-
falt upp í fóðrinu.
Það er nú ekki svo mikið fóður sem þær fá. Ég veit ekki hvað ætti að gera
við ruslið ef við hefðum ekki þessar hænur.
Einhvernveginn held ég nú að maður kæmi því í burt. Maðurinn gekk nokk-
ur skref aftur á bak. Það er ekki það að ég sjái eftir fóðrinu í þær ef þær
verptu, en þær verpa bara ekki mestan hluta ársins.
Konan svaraði ekki strax og gekk fram hjá honum og fyrir stíuna og horfði
á netið, sem hún hafði skilið við. Það var ennþá of stutt.
Það getur vel verið að jjær verpi ekki mikið greyin, enda ekki von, jiar sem
aldrei er gert neitt fyrir þær. Hvorki við kofann þeirra né stíuna. Og þú tímir
ekki einu sinni að hafa ljós hjá þeim í svartasta skammdeginu.
Mér kemur ekki til hugar að eyða ljósi á varplausar hænur. Maðurinn
ókyrrðist.
Konan hnussaði: Ætli þig munaði samt ekki um eggin þeirra ef þú ættir að
kaupa þau. Mér finnst þú ekki vera svo ör á peningana þína. Nema kannske
við sjálfan þig.
Hún gekk nú aftur fyrir stíuna og lók upp netaflækjuna og athugaði.
Þú veizt ósköp vel að ég borga það, sein mér ber að borga. Og ef ég held í
peningana, þá er jjað ekki mín vegna, heldur alveg eins vegna þín.
Jafn mikið og ég eyði á sjálfa mig, sagði konan fyrirlitlega. Svona taktu
hérna í endann og hjálpaðu mér að greiða úr þessu. Hún rétti manninum hinn
enda flækjunnar og tók að hrista hana.
Hættu þessu hristi, sagði maðurinn.
Þau þögðu um stund. Maðurinn ræskti sig: Ég vildi heldur kaupa egg en
þurfa að eyða tíma og erfiði í að hreinsa undan þeim og vera alltaf að stjana
við þær. Hættu þessu hristi og reyndu að finnan einhvern enda.
299